Nú bendir allt til þess að börn séu einnig í áhættuhópi. New York Times skýrir frá þessu.
Samkvæmt enskum læknum, sem hafa nýlega birt niðurstöður rannsókna sinna í tímaritinu JAMA Neurologi, virðast nokkur börn, sem höfðu veikst af COVID-19, hafa þróað með sér fylgikvilla sem veldur heilaskaða.
Vísindamennirnir kalla sjúkdóminn COVID-19 fjölkerfa bólgu heilkenni í börnum (COVID-19 pediatric multi-system inflammatory syndrome). Sjúkdómurinn líkist Kawasaki heilkenninu, en læknar hafa áður tengt það kórónuveirunni, vísindamennirnir vara við því að hinn nýi sjúkdómur sé enn alvarlegri.
Vísindamennirnir segja að fréttir af börnum sem sýna flókin bólgueinkenni og þurfa mikla umönnun, bendi til þess, að þrátt fyrir að venjulega veikist börn ekki alvarlega af COVID-19, geti þau verið í mikilli hættu á því að fá bólgusjúkdóm í kjölfarið.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á samhengi á milli COVID-19 og heilaskaða, sem lýsir sér með svima, höfuðverk, flogaköstum, breytingar á hjartanu eða áhrifum á tal eða jafnvægi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem læknar verða varir við þessa fylgikvilla hjá börnum.
Læknarnir fylgdust með 27 börnum, sem hafa öll smitast af kórónuveirunni og hafa eftir það fengið bólgusjúkdóminn.
Hjá fjórum barnanna greindu læknarnir greinilegan heilaskaða. Tvö barnanna voru þó útskrifuð af sjúkrahúsi eftir mánuð, hin tvö þurftu á hjólastól að halda – þrátt fyrir að vera á batavegi.