fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
433Sport

Losna úr sóttkví í vikunni

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 6. júlí 2020 19:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm knattspyrnulið í íslensku deildunum eru í sóttkví eftir að smit kom upp í kvennaliði Breiðabliks. Kvennalið Breiðabliks, KR og Fylkis eru með alla eða flesta leikmenn í sóttkví. Karlalið Stjörnunnar og KFG eru einnig í sóttkví.

Kvennaliðin þrjú klára sína sóttkví í dag og á morgun. Á föstudaginn eiga þau öll leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KR tekur á móti fyrstu deildar liði Tindastóls á meðan Fylkir tekur á móti Breiðabliki.

„Besti kosturinn“

Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis er ekki ánægður með hversu stuttan tíma liðið fær saman fyrir leikinn en telur þennan leiktíma þó þann besta í stöðunni. „Ef ég á að taka eitthvað jákvætt út úr þessu þá erum við á sama stað og Breiðablik í þessu. Stóra vandamálið er hvernig leikirnir raðast eftir þetta. Ef við myndum fresta þessum leik þá er ég smeykur um að það gæti valdið meiðslum hjá okkur vegna álags. Við höfum rætt þetta við stelpurnar og ég hef spjallað við Þorstein þjálfara Blika. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé besti kosturinn.“

„Tvö skref aftur á bak“

Kjartan telur að önnur lið sem ekki eru í sóttkví gætu náð forskoti á þau lið sem eru í sóttkví. „Núna er komin ein og hálf vika sem hin liðin hafa getað æft saman á meðan við tökum nokkur skref aftur á bak. Svo reyndar veit maður aldrei. Kannski hefur þetta jákvæð áhrif á einhverjar, þetta á eftir að koma í ljós. Mín tilfinning er sú að við tökum tvö skref aftur á bak.“

Þegar Fylkiskonur fóru í sóttkví tók Kjartan að nýju upp það kerfi sem liðið vann eftir í samkomubanninu. „Stelpurnar eru að taka styrktaræfingar heima og útihlaup. Ég læt þær hlaupa á malarstígum eða annars staðar utan vega vegna þess að við megum ekki stíga fæti inn á gervigrasið. Ég vil ekki að þær hlaupi á malbikinu.“

„Allar rosalega léttar“

Samkomubannið í vetur virðist ekki hafa haft mikil áhrif á Fylkisliðið. Þær eru með sjö stig eftir þrjá fyrstu leikina. „Við reyndum að brjóta þetta upp í samkomubanninu og hafa þetta skemmtilegt. Stelpurnar fá stundum áskoranir frá okkur og þurfa þá að taka sig upp og senda á okkur þjálfarana. Ég klippi þetta svo saman og bý til eitthvað skemmtilegt rugl.

Kjartan segir stelpurnar „hittast“ reglulega á facetime eða Zoom. „Ég hef kíkt aðeins á þær og sagt hæ en er fljótur að láta mig hverfa áður en ég drep niður stemninguna. Mér finnst allar vera rosalega léttar þrátt fyrir að geta ekki verið í fótbolta.“

Geta unnið alla og tapað fyrir öllum

„Við getum sagt að Reykjavíkurmótið og byrjunin á Lengjubikarnum hafi sett okkur í þá stöðu að horfa hærra og velta því fyrir okkur hvort við getum ekki gert eitthvað,“ segir Kjartan um það hvort að Fylkir hafi getu til að blanda sér í toppbaráttuna. „Markmiðið okkar er að reyna að bæta besta árangur félagsins sem er fimmta sætið í efstu deild.“

Kjartan segir hópinn vera of ungan til að setja of mikla pressu á þær. „Það hefði verið vond hugmynd fyrir unga leikmenn sem eru jafnvel ekki komnar með bílpróf. Við erum lið sem getur unnið öll lið en við getum líka tapað á móti öllum liðum, við vitum það. Þegar við mætum Val og Breiðablik getum við unnið þau og haft þannig mikil áhrif á Íslandsmótið. Við getum tapað fyrir FH og svo í næsta leik gætum við unnið Blika. Það er einkenni okkar og við erum að berjast við að finna stöðugleika í ungu liði. Að bæta okkar besta árangur væri góður árangur. Þá gætum við horft á það á næsta ári og sett pressu á leikmennina að gera eitthvað meira.“

„Þetta er ekkert grín“

Samkvæmt Kristni Björgúlfssyni, framkvæmdastjóra Leikmannasamtaka Íslands hafa leikmenn ekki leitað til þeirra í þessari „bylgju“ af sóttkví. „Það væri ekki óeðlilegt ef við heyrum í einhverjum leikmanni einhvern tímann seinna sem hefur átt erfitt. Þetta er ekkert grín og sumir tækla þetta verr en aðrir.“

Kristinn Björgúlfsson er framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Mynd/Sigtryggur Ari

Kristinn hvetur leikmenn að setja sig í samband við Leikmannasamtökin fyrr en síðar ef þeim vantar aðstoð vegna andlegrar heilsu. „Við bjóðum upp á samtal sem mögulega þarf að eiga sér stað. Við erum með fólk innan okkar vébanda sem við getum vísað á. Arnar Sveinn forseti Leikmannasamtakanna er mjög góður í þessu en við reynum að finna fagmenntað fólk til að vísa á ef aðstæðurnar eru þannig. Við hikum ekki við að hjálpa til með það.“ Kristinn segir að Leikmannasamtökin hafi ekki niðurgreitt sálfræðiþjónustu fyrir félagsmenn. „Við höfum reynt að nýta okkar sambönd í að bjóða hagstæðari kjör, stundum gengur það upp sem er gott fyrir alla.“

„Mörg félög stóðu sig vel“

Í samkomubanninu var mikið að gera hjá Leikmannasamtökunum. Samkvæmt Kristni hefur verið leyst úr öllum þeim málum sem samtökin voru með á sínu borði. Málin sem Leikmannasamtökin fengu inn á sitt borð snéru öll að launum leikmanna. „Félögin voru að endursemja við leikmennina án þess að ræða við leikmennina um málið. Höggið varð meira en margir héldu og ég held að sum félög hafi bara „panikkað“ og sagt að það yrði að gera þetta svona og hinsegin. Svo var farið að ræða málin og þá kom í ljós að það var hægt að leysa málin öðruvísi. Mörg félög stóðu sig vel og það ber að hrósa þeim hvernig þau tóku á þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

FH að krækja í Dag Fjeldsted frá Breiðablik

FH að krækja í Dag Fjeldsted frá Breiðablik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KR spilar áfram í Laugardalnum

KR spilar áfram í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Árs gömul ummæli Klopp vekja nú athygli

Árs gömul ummæli Klopp vekja nú athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fór að sofa hjá eiginkonu helstu fyrirmyndar sinnar – Svona hefndi eiginmaðurinn sín mörgum árum síðar

Fór að sofa hjá eiginkonu helstu fyrirmyndar sinnar – Svona hefndi eiginmaðurinn sín mörgum árum síðar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enginn á roð í Mbappe

Enginn á roð í Mbappe
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: KR hélt sýningu og burstaði ÍA

Besta deildin: KR hélt sýningu og burstaði ÍA
433Sport
Í gær

England: Liverpool er Englandsmeistari 2025

England: Liverpool er Englandsmeistari 2025
433Sport
Í gær

Byrjaðir að líkja Palmer við Grealish

Byrjaðir að líkja Palmer við Grealish