,,Ég og elsti sonurinn, Benjamín Daníel, ákváðum að taka smá skreppitúr austur á Þingvelli nú um daginn. Veðrið var stórkostlegt og mælirinn í bílnum sýndi 24 gráður,“ sagði Tómas Skúlason um ferð þeirra feðga á Þingvelli.
,,Á fjórum klukkutímum settum við í átta urriða og lönduðum sex. Benni tók fjóra og ég tvo. Fiskarnir voru í stærri kantinum eða frá 74 cm – 90 cm. Bleikjan er líka farin að gefa sig en það er erfitt að skipta yfir í bleikjuveiði þegar að svona urriðar eru í tökustuði,“ sagði Tómas ennfremur.
Veiðimenn hafa verið að fá góða veiði á Þingvöllum, bæði urriðinn og bleikjan hafa verið að gefa sig.
Mynd. Benjamín Daníel Tómasson með flottan urriða á Þingvöllum. Mynd Tómas