Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur skrifaði á Facebook-síðu sína frá Ríó þar sem hann er góðkunnugur. Sagðist hann hafa tekið upp á því að lesa bækur Jóns Kalmans Stefánssonar að ráðum vinar síns, Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Hannes neitar því ekki að Jón Kalman sé vandvirkt og gott skáld en segir jafnframt að hann hafi skemmt fyrir sér með illa ígrunduðum athugasemdum um þjóðmál. Endar hann færsluna svo: „Góð skáld þurfa ekki að vera miklir spekingar.“