fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Óhugnanleg COVID-19 samkvæmi – Sá sem smitast fyrstur fær peningaverðlaun

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. júlí 2020 05:40

Andlitsgrímur og gleraugu fara oft ekki vel saman en þetta fólk er heppið og þarf ekki að nota gleraugu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hélt að þetta væri bara orðrómur sem ætti ekki við rök að styðjast en eftir smá rannsókn kom í ljós að sagan var sönn. Í bænum Tuscaloosa í Alabama í Bandaríkjunum hefur ungt fólk að undanförnu stundað að halda „COVID-samkvæmi“ þar sem fólki, sem er með COVID-19, er boðið að koma til að smita aðra.

„Við héldum fyrst að þetta væri bara orðrómur en síðan könnuðum við málið betur. Við fengum staðfest hjá læknum og yfirvöldum í ríkinu að þau hefðu sömu upplýsingar og við.“

Sagði Randy Smith, slökkviliðsstjóri, á fundi bæjarráðsins í Tuscaloosa fyrir helgi. NBC News skýrir frá.

WVTM hefur eftir Sonya KcKinstry, bæjarfulltrúa, að peningum sé safnað í samkvæmunum og sá sem smitast fyrstur fái þá í verðlaun.

„Það reitir mig til reiði að við gerum allt sem við getum til að stöðva faraldurinn en þau gefa skít í þetta og skemmta sér til að dreifa veirunni.“

Yfirvöld hafa ekki enn lagt fram áætlun um hvernig þau geta stöðvað COVID-samkvæmin en bæjarstjórnin ákvað einróma að setja reglur um að fólk noti andlitsgrímur á almannafæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi