2017 var gott ár í huga flestra enda hagvöxturinn með eindæmum góður og veðurfarið milt. Íslendingar stóðu sig margir vel á erlendri grundu og fór þar fremstur forsetinn okkar ástsæli sem heimsótti meðal annars þjóðhöfðingja annarra Norðurlandaþjóða. Birta valdi nokkrar skemmtilegar myndir hjá Getty-myndabankanum. Njótið.
25. janúar: Guðni forseti og Elíza kona hans ásamt Friðriki krónprins og Maríu prinsessu á matreiðslunámskeiði sem haldið var í tveggja daga heimsókn forsetans til Danmerkur.
Mynd: Patrick van Katwijk
9. maí: Söngkonan Svala steig á stokk í Eurovision-höllinni í Kænugarði í Úkraínu og flutti lagið Paper en kom ekki með bikarinn heim. Við lifum í voninni.
Mynd: 2017 MICHAEL CAMPANELLA
24. janúar: Margrét Þórhildur Danadrottning og Guðni Th. Jóhannesson ásamt Elízu Jean Reid og Hinriki prins stilla sér upp í vesturálmu Christian VII-hallarinnar í Amalaíuborg í Kaupmannahöfn en þangað héldu forsetahjónin okkar ásamt föruneyti sínu í upphafi árs.
25. janúar: Kokkalandsliðið okkar landaði 3. sætinu í Bocuse dOr Grand-keppninni sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Bandaríkin lentu í fyrsta sæti en Noregur í öðru.
Mynd: Robert Szaniszlo/NurPhoto
14. desember: Elísabet Bretadrottning heilsar Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í London. Myndin er tekin í Buckingham-höll en þangað hélt Stefán í svolítið einkaboð til drottningarinnar fyrir skemmstu þar sem hann afhenti henni trúnaðarbréf frá Guðna forseta.
Mynd: 2017 Getty Images
2. apríl: Grímuklædda söngkonan Björk Guðmundsdóttir tekur lagið á Ceremonia-tónlistarhátíðinni sem fór fram í Pegasus Dynamic Center í Toluca í Mexíkóborg.
26. nóvember: Arna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland, tók þátt í Miss Universe-keppninni sem fór fram á Planet Hollywood Resort & Casino í borginni Las Vegas, í Nevadaríki í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hún komst ekki áfram en alls tóku 92 þjóðir þátt í keppninni.
Mynd: 2017 Getty Images