Leiknir Reykjavík vann gríðarlega góðan sigur í Lengjudeild karla í kvöld er liðið heimsótti Keflavík.
Keflvíkingar komust yfir með sjálfsmarki í fyrri hálfleik en það skroaði Dagur Austmann fyrir Leikni.
Leiknismenn sneru taflinu við í seinni hálfleik með tveimur mörkum á fimm mínútum og unnu að lokum 2-1 útisigur.
Leiknir F. vann einnig góðan útisigur á sama tíma gegn Magna. Arkadiusz Jan Grzelak gerði bæði mörk gestanna.
Fram og Afturelding áttust þá við í góða veðrinu og þar höfðu Framarar betur, 1-0.
Keflavík 1-2 Leiknir R.
1-0 Dagur Austmann(sjálfsmark)
1-1 Máni Austmann Hilmarsson
1-2 Daníel Finns Matthíasson
Fram 1-0 Afturelding
1-0 Albert Hafsteinsson
Magni 0-2 Leiknir F.
0-1 Arkadiusz Jan Grzelak(víti)
0-2 Arkadiusz Jan Grzelak