fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. júlí 2020 14:13

Þríeykið. Mynd: Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að breyta reglum um skimun á landamærum Íslands vegna COVID-19. Um er að ræða hertar ráðstafanir sem felst í því að íslenskir ríkisborgarar, og aðilar búsettir á Íslandi þurfa að velja um 14 daga sóttkví eða skimun. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur Þórólfs.

Eins þurfa þeir sem velja skimun að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komuna til landsins og sæta sóttkví á milli skimanna.

Breytingin kemur til framkvæmda ekki síðar en 13. júlí.

Í minnisblaði Þórólfs er tekið fram að reynslan af landamæraskimun hafi sýnt fram á hættu á því að einstaklingar sem hafi smitast nýlega beri með sér smit sem ekki greinist við landamæraskimun heldur komi fram síðar. Slíkt geti skapað áhættu á hópsmitum og þá sérstaklega í tilviki einstaklinga með útbreitt tengslanet hér á landi.

Undirbúningur þessar breytta fyrirkomulags er þegar hafinn. Ekki mun þurfa að greiða fyrir seinni sýnatökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“