fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Tímavélin: „Dillibossaauglýsingarnar“ á RÚV gerðu allt vitlaust

Auður Ösp
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en nefskattur vegna RÚV var tekinn upp á Íslandi bar öllum eigendum sjónvarps og útvarpstækja skylda til að greiða svokölluð afnotagjöld. Á árunum 1981-1985 birtust reglulega auglýsingar í Ríkissjónvarpinu þar sem landsmenn voru minntir á að greiða gjaldiðmeð vægast sagt eftirminnilegum hætti. Hugmyndasmiður auglýsinganna var Rósa Ingólfsdóttir.

Jón Thor Haraldsson blaðamaður orti eftir­farandi stöku sem birt­ist í Þjóðviljanum árið 1985:

Sjónvarpið fyllist með fávitatón

og fíflskaparhverirnir gjósa.

Slíkt er vor árlega „irritation“:

 Innheimtudeildin og Rósa.

Brosandi par í Innheimtulandi

Í fyrstu auglýsingunni, sem birtist á skjám landsmanna í september 1981, voru dillandi diskómeyjar fengnar til að minna menn á afnotagjaldið. Í kjölfarið töluðu margir um „dillibossaauglýsinguna“. Ári síðar birtist auglýsing þar sem nokkrir karlar dingluðu sér í dulúðlegu þokukófi og ung stúlka dillaði sér í gervi æðarfugls. „Þetta er ekki aug­lýsing um æðarvarp, þetta er ekki auglýsing um and­varp, þetta er ekki auglýsing um kúluvarp,“ heyrðist kór syngja undir.

Ljósmynd/Skjáskot af vef RÚV.is

Í mars 1982 hringdi óánægður sjón­varpsnotandi í Morgunblaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri:

„Það er furðuleg auglýsing sem sjónvarpið birt­ir æ ofan í æ um þessar mund­ir, til þess að minna á greiðslu afnotagjalda. Auglýsingin minnir einna helst á bruðl, of mikla yfirbyggingu og offitu, og verkar ef til vill öfugt við það sem henni er ætlað. Ég væri að minnsta kosti búinn að greiða þetta gjald, ef hún hefði ekki verið.“

Í þriðju auglýsingunni sem sýnd var mátti sjá skælbros­andi par spóka sig um í „Inn­heimtulandi“ þar sem búk­lausir handleggir sveifluðu kaffibollum og vingjarnlegur og bústinn snjókarl veifaði til áhorfenda.

Ljósmynd/Skjáskot af vef RÚV.is

Eldra fólk neitaði að borga

Í mars 1983 skrifaði reiður áhorfandi til Morgunblaðsins og kallaði innheimtuauglýs­ingarnar „óþolandi þjóðar­ hneisu“.

„Sjónvarpið ætti að sjá að þessar innheimtuauglýsingar eru barnalegar, niðurlægjandi fyrir RÚV og hljóta að kosta meira en svo, að það borgi sig að „skandalísera“ þannig í hvert skipti sem RÚV vill fá aurana sína.“

Í innheimtuauglýsingunni 1984 voru fætur í aðalhlutverki, fætur pilts sem var að bjóða stúlku út, fætur pípu­ lagningamanns, ellilífeyris­þega, sjómanns og ræstinga­konu.

„Ég vona bara að ég hafi bæði glatt og hneykslað marga, meira er ekki hægt að biðja um í auglýsingagerð,“ sagði Rósa Ingólfsdóttir, höf­undur auglýsinganna, í sam­tali við DV í september 1984.

Ljósmynd/Skjáskot af vef RÚV.is

Þá kom fram að fjölmargir af eldri kynslóðinni hefðu neitað alfarið að greiða af­notagjöldin eftir að hafa séð umrædda auglýsingu. Rósa sagði einnig:

„Ef þessi auglýsing hneyksl­ar einhverja þá hlýtur það að vera fólk af kynslóðinni sem fæddist á árunum 1910–1918. Á þeim árum var kynlífsfræðsla í lakara lagi og fólk fyrir bragðið óþarflega bælt. Það er einhver feimni í þessu fólki.“

Vildi ná athygli fólks á jákvæðan hátt

Það voru þó ekki allir hneykslaðir á Dillibossaaug­lýsingunum svokölluðu. Í samtali við Vikuna í desember 1981 svaraði Arnþrúður Karlsdóttir aðspurð að aug­lýsingin væri sú besta sem hún myndi eftir. Í lesenda­ bréfi Morgunblaðsins í sept­ember 1981 skrifaði maður nokkurað nafni Ragnar:

„Innheimtuauglýsing sjónvarpsins er prýðileg, vel hugsuð og uppsett. Ég skora á útvarpsráð að taka myndina til sýningar á nýjan leik, því að hún var sjónvarpinu til sóma. Karlmaðurinn er ákveðinn en kurteis inn­heimtumaður fyrir stofnun­ina. Dömurnar dansa eftir tónlistinni sem útvarp og sjónvarp láta okkur hafa svo mikið af, jafnvel svo að sumum finnst fullmikið, og þær eru eiginlega músíkin holdi klædd. Með fegurð sinni og mýkt túlka þær hlýlegt við­mót sjónvarpsins gagnvart notendum, sjáendum og heyr­ endum. Ekki veitir af þegar verið er að rukka afnotagjöld­in. Mig undrar það stórlega, að útvarpsráð skuli hlaupa eftir duttlungum einhverra sérviskufullra persóna, jafnvel þó að þær eigi sæti í jafnréttisráði, sem af öfund og ergi leggja allt út á verri veg. Eða á að fara að ritskoða listaverk hér hjá okkur að rússneskri fyrirmynd?

Sögusvið seinustu auglýsingarinnar, sem birtist árið 1985, var einhvers konar fútúristísk geimveröld þar sem spandexklæddir „tæknimenn“ með bleika herðapúða stóðu vaktina við innheimtuvélar.

Ljósmynd/Skjáskot af vef RÚV.is

Í samtali við Vikuna árið 1988 sagði Rósa:

„Ég kærði mig alls ekki um að gera auglýsingu í stíl við til­ kynningar frá einhverjum sýslumönnum sem hóta fólki nauðungaruppboði eða fang­ elsi ef það borgaði ekki sín gjöld tafarlaust. Hins vegar vildi ég ná athygli fólks á jákvæðan hátt og tel að mér hafi tekist það. Alla vega voru allir sammála um það þremur árum seinna að þetta hefði tekist mjög vel. Kynhvötin og gleðin eru þau atriði sem mest er höfðað til þegar verið er að koma einhverju á framfæri með auglýsingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“