fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

3,6 milljörðum úthlutað til öflunar hagkvæmra leiguíbúða á landinu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. júlí 2020 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur úthlutað ríflega 3,6 milljörðum króna í stofnframlög til byggingar og kaupa á 600 hagkvæmum leiguíbúðum sem staðsettar verða víðs vegar um landið.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Leiguíbúðirnar verða í 15 sveitarfélögum, en flestar þó á höfuðborgarsvæðinu.  Fjármagnið verður nýtt til að byggja 438 íbúðir sem og festa kaup á 162 íbúðum. Leiguverð á að vera ódýrt fyrir almenning.

Í tilkynningu segir:

„Stofnframlögin renna til byggingaraðila í almenna íbúðakerfinu og er ætlunin að slá á þann mikla húsnæðisvanda sem lægri og millitekjuhópar hafa mátt stríða við undanfarin ár. Fólk sem leigir íbúð í kerfinu þarf ekki að verja jafn stórum hluta af ráðstöfunartekjum heimilisins til húsnæðis og það myndi í mörgum tilfellum gera á frjálsa leigumarkaðnum og býr við meira öryggi því ekki er hægt að segja upp leigunni nema að ýmsum skilyrðum uppfylltum.“

Um er að ræða hluta af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að styðja við lífskjarasamninginn.

Gríðarlega mikilvæg viðbót

Í tilkynningu er haft eftir Önnu Guðmundu Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóra HMS, að um gríðarlega mikilvæga viðbót sé að ræða við almenna íbúðakerfið á Íslandi. „Sú mikla eftirspurn sem er eftir stofnframlögum sýnir svo ekki verður um villst að enn er mikil vöntun á hagkvæmum leiguíbúðum þar sem fjölskyldur geta búið sér til öruggt heimili til langs tíma. Það er því fagnaðarefni að stjórnvöld hafi ákveðið að auka framlög til almenna íbúðakerfisins á komandi árum, sérstaklega nú þegar atvinnuleysi hefur aukist í kjölfar COVID-19 og fyrirséð að þörfin eftir ódýru leiguhúsnæði mun aukast sömuleiðis“

Þessir fá stofnframlögin

Byggingaraðilarnir sem fá stofnframlög eru Akureyrarbær, Andrastaðir hses, Bjarg íbúðafélag hses, Brynja – Hússjóður ÖBÍ, Félagsbústaðir hf., Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga bs., Grunnstoð ehf, f.h. óstofnaðs félags Nauthólsvegur 87 hses, Húsnæðisskrifstofa Hafnarfjarðarkaupstaðar, Landssamtökin Þroskahjálp, Leigufélag aldraðra hses., Norðurþing f.h. óstofnaðs hses (Vík hses), Seltjarnarnesbær f.h. Óstofnaðrar hses., Seyðisfjarðarkaupstaður f.h.  óstofnaðrar hses., Strandabyggð f.h. óstofnaðrar hses., Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður fyrir hönd óstofnaðrar hses., Vesturbyggð f.h. óstofnaðrar hses.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni