fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Ógeðslegt einelti fyrir norðan – Fjölskyldan skilar skömminni til gerandans

Heimir Hannesson
Föstudaginn 3. júlí 2020 11:37

Fjölskyldan birtir bréfið ógeðfellda til þess að skila skömminni þangað sem hún á heima.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Einar Steingrímsson, sóknarprestur í Laufásprestakalli, vakti nýverið athygli á nokkuð grófri aðför að syni sínum sem fjölskyldu hans barst nafnlaust inn um bréfalúgu heimilisins. Bréfið hafði verið póstlagt, „með frímerki og öllu,“ og er því illrekjanlegt.

Segir Gunnar Einar á facebook síðu sinni, „Einelti af verstu sort!!! Það er ótrúlegt að svona lagað skuli berast í póstinum (nafnlaust að sjálfsögðu að hætti heiguls)! Þetta verður ekki liðið!“

Í bréfinu er illa skrifuð og verr stafsett skilaboð til drengsins:

„Sjáetta two of a kind,“ „Ruglaðist mamma þín ekki og lét apa ríða sér hahahah er pabbi þinn ekki örugglega api hahahahah“ […] „OMG farðu úr bænum eða dreptu þig!!!!!!! Þú ert svo ógeðslaga [sic] ljótur.“

Gunnar Einar segir við DV að strákurinn sinn hafi opnað bréfið enda umslagið stílað á hann. Fyrstu viðbrögð stráksins hafi verið að að finnast sendingin „asnaleg,“ og segir strákinn sinn vorkenna sendandanum. „Mikið hlýtur manneskjunni að líða illa“ sagði strákurinn þegar hann opnaði bréfið.

Gunnar segist hafa haldið að unga fólkið noti samfélagsmiðla í svona erindi, svo hugsanlegt sé að hér sé einhver eldri á ferli. Bág stafsetning og verra málfar í bréfinu bendi þó til annars. Hann segir fjölskylduna tiltölulega nýflutta til landsins frá Noregi og félagsnet fjölskyldunnar á nýjum stað eftir því. Engu að síður spili strákurinn fótbolta með KA og Magna í Grenivík og eru þjálfarar og liðsfélagar stráksins „í sjokki.“ Hugsanlegt er, segir Gunnar, að bréfasendingin sé sprottin úr umhverfinu, þ.e. ekki frá liðsfélögunum en umhverfinu tengt fótboltanum. Liðsfélagar hans og þjálfarar í KA, þar sem hann æfir með 2. flokki og Magna hafa brugðist hart við og viðbrögðin við Facebook skrifum Gunnars séu stuðningsrík.

„Fjölskyldan ræddi þetta allt opinskátt og vorum við öll sammála að birta þetta strax á netinu til þess að uppræta þetta og skila skömminni til þess sem þetta sendir. Við höfum fengið mikinn stuðning eftir þá birtingu,“ segir Gunnar. Má þar til dæmis benda á að færslu Gunnars á Facebook er, þegar þetta er skrifað með um 1.100 viðbrögð, 302 athugasemdir og rúmlega 300 deilingar.

Fjölskyldan er búin að fara með bréfið til lögreglu og tilkynna málið.

Mynd af bréfinu sem Gunnar Einar, faðir drengsins, birti á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“