Það er víða fín veiði á bryggjum landsins þessa dagana og veiðimenn að fá væna fiska á stöngina. Einar Kristinn Garðarsson 12 ára veiddi þennan bolta þorsk á bryggjunni á Svalbarðseyri í gær og var hann með öruggt löndunarlið sér til aðstoðar þegar fiskurinn kom á land.
,,Fiskurinn tók svartan tóbý og veiðimaðurinn missti næstum stöngina þegar stóri boltinn tók,“ sagði annar löndunarmaður um veiðina. Ekki voru margir að veiða í gær en fiskurinn er flottur hjá Einari.
Mynd. Einar Kristinn Garðarsson með þorskinn. Mynd Leifur.