Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, tilkynnti á dögunum að hún hefði ráðið tvær kjarnakonur sem aðstoðarmenn. Um er að ræða þær Lísu Kristjánsdóttur og Bergþóru Benediktsdóttur. Bergþóra er tengdadóttir Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns VG og þingmanns flokksins til margra ára – í sambúð með elsta syni hans. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks VG og var áður mannauðsstjóri hjá Plain Vanilla.