fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Misþyrmdi barnsmóðurinni fyrir framan dótturina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 16:25

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum. Maðurinn var sakaður um að hafa að kvöldi fimmtudagsins 16. febrúar árið 2018 veist að með ofbeldi að barnsmóður sinni á heimili þeirra í Reykjavík, „lagt hana í gólfið með með valdi svo hún rakst utan í hluti og tekið hana kverkataki tvisvar sinnum, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á mjöðm, hné, öxl og upphaldlegg og línulegt mar framanvert á hálsi bæði lóðrétt og lárétt og marblett aftanvert á hálsi hægra megin“, eins og segir í dómnum.

Dóttir parsins varð vitni að ofbeldinu og samkvæmt túlkun dómsins beitti hinn ákærði hana með þessu framferði sínu ógnunum og sýndi henni yfirgang og ruddalegt athæfi.

Hinn ákærði játaði brot sín skýlaust. Þess má geta að hann hefur ekki gerst sekur áður um hegningarlagabrot. Var það metið honum til refsilækkunar, bæði játningin og hrein sakaskrá. Fyrir dómi sagðist hann iðrast gjörða sinna.

Til refsiþyngingar var hins vegar metið að framferði mannsins var alvarlegt og ásetningur hans einbeittur. Þá metur dómarinn það mjög alvarlegt að brotið var framið á heimili brotaþola og fyrir framan barnið.

Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á um 160 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“