fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 13:41

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á stjórnvöld að gefa út yfirlýsingu um mikilvæg málefni íslenskra launþega í þeirri niðursveiflu sem landinn glímir nú við. Ekki sé tækt að ráðamenn skelli sér í sumarfrí og skilji Íslendinga eftir í nagandi óvissu.

„Það er gott að geta tekið sér sumarfrí, sérstaklega áhyggjulaust sumarfrí eins og ráðamenn þjóðarinnar munu eflaust gera.

En á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin. Eða öllu heldur sá hluti þjóðarinnar sem niðursveiflan hefur leikið hvað verst.“

Nú séu þingmenn komnir í sumarfrí og snúi ekki aftur fyrr en í lok ágústmánaðar. En eftir sitja Íslendingar í óvissu með engin svör um hvernig framhaldinu verði háttað.

Kvíðinn tekur sér ekki sumarfrí og óvissan ekki heldur.

„Kvíði og óvissa yfir því hvort atvinnuleysisbætur verði skertar ef fólk skráir sig í nám, en ætla má að nú sé sá tími sem slík plön eru gerð.

Kvíði og óvissa yfir því hvort þér verði refsað fyrir að halda þér í lífsnauðsynlegri virkni eftir atvinnumissi.

Kvíði og óvissa yfir því hvort greiðsluskjólin verði framlengd eða hvort vanskilaskráin taki á móti þér í haust.

Kvíði og óvissa yfir því hvort að tekjutengdar atvinnuleysisbætur verða framlengdar, atvinnuleysisbætur hækkaðar eða valið muni standa á milli matarkaupa eða greiðslu reikninga.“

Ragnar segir að hann og aðrir í verkalýðshreyfingunni viti vel að stjórnvöld séu með vinnu í gangi í mikið af þessum málum. Hins vegar skorti verulega upp á að hinn almenni borgari fái upplýsingar um stöðu mála.

„En það breytir því ekki að fólkið okkar, sem þessi staða hittir harðast, hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi og hvers ber að vænta. Það gera sér allir grein fyrir því að stundum getur tekið tíma að vinna hlutina en það sem við þurfum síst á að halda núna er óþarfa óvissa og brengluð forgangsröðun.

Það eru því kaldar kveðjur út í sumarið að skella í lás, vegna sumarlokanna, án þess að gefa minnstu vísbendingar eða yfirlýsingar um hvers sé að vænta á komandi mánuðum.

Ég skora á stjórnvöld að senda frá sér yfirlýsingu um hvort og þá hvernig þessum verkefnum verður raðað niður á haustið svo fólk geti í það minnsta gert plön á meðan þingheimur sleikir sólina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði