Svo virðist sem eitthvað hafi komið af laxi í jónsmessustrauminn en alls ekki eins mikið og menn áttu von á. Í nokkrum laxveiðiám er lítið að ganga af fiski ennþá.
,,Það var stór torfa á Breiðunni í Elliðaánum, flottir laxar, þetta var svo lítið magn,,“ sagði veiðimaður sem kíkti og átti veiðidag tveimur dögum seinna. Hann fékk allavega lax.
Urriðafoss er kominn með mestu veiðina eða 515 laxar. Síðan kemur Norðurá í Borgarfirði með 312 laxa.
,,Veiðin gengur vel hjá okkur og lax að koma mikið í þennan straum. Það er bara góður gangur hérna,“ sagði Einar Sigfússon um veiðina í Norðurá.
Eystri Rangá hefur gefið 163 laxa sem er flott veiði og Þverá er komin vel yfir 200 laxa. Haffjarðará er kominn með 140 laxa sem er mjög góð veiði.
Mynd: Hákon Már Örvarsson, matreiðslumaður, með lax úr Norðurá sem hefur gefið 312 laxa til þessa.