Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur útilokað að félagið reyni við Jadon Sancho í sumar.
Sancho er fyrrum leikmaður City en hann ákvað á sínum tíma að taka skrefið til Þýskalands og samdi við Dortmund.
Í dag er Sancho einn eftirsóttasti leikmaður heims en Guardiola er ekki að búast við honum aftur.
,,Sancho ákvað að fara, af hverju ætti hann að koma hingað aftur?“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik gegn Liverpool.
,,Þegar hann ákvað að fara til Dortmund þá er ekki eins og hann sé að koma aftur. Það er ekkert vit í því.“
,,Ef hann vildi fara þá er augljóst að hann vill ekki koma aftur.“