Frank Lampard, stjóri Chelsea, var óánægður með sína menn í gær eftir 3-2 tap á London Stadium.
West Ham hafði óvænt betur 3-2 gegn Chelsea en það síðarnefnda er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.
,,Ég er ekki ánægður með nein af þessum mörkum. Þú færð ekki bara sigurinn með því að skora tvö mörk, þú þarft að vera betri en það,“ sagði Lampard við Sky Sports.
,,Það er enginn tilgangur í að vera langt niðri en ég get ekki gert annað en sagt sannleikann, þetta er leikur sem við eigum að vinna.“
,,Þetta kemur ekki of mikið á óvart – það sama hefur gerst nokkrum sinnum. Við höfum fengið tækifæri á að stinga lið af en tökum þau ekki.“
,,Leikmennirnir verða að sýna betra viðhorf og sjá til þess að við klárum leikina.“