fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

„Við erum ekki með lík Madeleine en við erum með sterk sönnunargögn“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 05:45

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkustund áður en Madeleine McCann hvarf úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal í maí 2007 stóð Þjóðverjinn Christian B. utan við hótelið Ocean Club og talaði í síma. Hann er nú grunaður um að hafa numið Madeleine á brott og myrt hana. 30 mínútna símtal hans, sem hann átti utan við Ocean Club, þetta kvöld er eitt mikilvægasta sönnunargagn þýsku lögreglunnar gegn honum og er hún viss um að Christian B. sé maðurinn sem leitað hefur verið að síðan 2007.

Það var að kvöldi 3. maí 2007 sem Madeleine, sem var þriggja ára, svaf í sumarleyfisíbúðinni ásamt tveimur yngri systkinum sínum á meðan foreldrar þeirra sátu og snæddu kvöldverð á nærliggjandi veitingastað. Þegar faðir þeirra, Gerry McCann, leit til barnanna var Madeleine horfin og um leið hófst ein umfangsmesta leit sögunnar að týndu barni.

Á þeim 13 árum sem liðin eru frá hvarfi Madeleine hafa margar kenningar komið fram um örlög hennar og hver eða hverjir hafi verið að verki en samt sem áður hefur rannsókn málsins ekki miðað mikið áfram. En fyrir nokkrum vikum síðan tilkynnti þýska lögreglan að hún telji sig hafa sannanir fyrir að Madeleine sé látin og að þekktur þýskur barnaníðingur hafi numið hana á brott og myrt. Hann heitir Christian B. og afplánar nú dóm fyrir annað mál, nauðgun á sjötugri bandarískri konu. Hann þvertekur fyrir að hafa átt aðild að hvarfi Madeleine.

Mánuðina áður en hún hvarf lifði hann sem flakkari í Algarve og aflaði sér fjár með smáglæpum. Hann hefur fengið marga dóma fyrir kynferðisbrot, þar af marga vegna brota gegn litlum stúlkum.

Christian Brückner – Youtube-skjáskot

Þýska lögreglan telur að hann hafi staðið fyrir utan Ocean Club og talað í síma á milli klukkan 19.32 og 20.02 þetta örlagaríka kvöld. Um klukkustund síðar hvarf Madeleine. Kenning lögreglunnar er að Christian B. hafi átt sér samverkamann inni á hótelinu sem hafi aðstoðað hann við að komast inn í íbúðina.

„Við vitum að sá grunaði notaði síma þann 3. maí 2007 nærri símamastri á The Ocean Club í Praia da Luz.“

Sagði Hans Wolters, saksóknari, í sjónvarpsþættinum „60 Minutes Australia“. Þegar þáttastjórnandinn gekk á hann  um hvort Christian B. hafi verið á staðnum þegar Madeleine hvarf svaraði hann:

„Já, það teljum við.“

Þýska lögreglan vill þó ekki skýra frá hvaða sannanir hún hefur fyrir að Madeleine sé látin.

„Við höfum sterkar sannanir fyrir að Madeleine McCann sé látin og að það hafi verið sá grunaði sem myrti hana. Við erum ekki með líkið eða líkamshluta en við höfum nægilega sterkar sannanir til að slá því föstu að hann hafi myrt Madeleine McCann.“

Sagði Wolters.

Heima hjá Christian B. fann lögreglan rúmlega 8.000 myndbandsupptökur sem hún telur sýna afbrot hans. Þegar Wolters var spurður hvort upptökur af Madeleine séu á meðal þessara upptaka vildi hann ekki svara því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin