fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Einar Ágúst tendrar minningar með sínu fyrsta jólalagi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. desember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Ágúst Víðisson Mynd: Tara Örp Tjörvadóttir.

Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson var að gefa út sitt fyrsta jólalag, Tendrum minningar. Lagið er eftir Bjarna Halldór Kristjánsson eða Halla frænda Einars Ágústs, gítarleikara úr hljómsveitinni SúEllen og textinn eftir Tómas Örn Kristinsson sem meðal annars á texta með Upplyftingu.  Lagið er nú þegar farið að heyrast á öldum ljósvakans eins og Bylgjunni og Rás 2.

 „Lagið er mitt fyrsta jólalag þannig séð.  Mitt fyrsta jólasóló að minnnsta kosti,“ segir Einar Ágúst. „Ég hef áður sungið meðal annars Handa þér með Gunnari Ólasyni fóstbróður mínum úr Skítamóral, Jól eftir jól með Gogga Mega úr Latabæ og eitt jólalag með Helgu Möller.“

 

Um undirleik sjá félagar Einars Ágústs sem voru með honum í hljómsveit sem hét Englar sem var starfandi rétt eftir árið 2000 þegar Skítamórall fór í frí.  „Þar má fremstan í flokki telja Kristján nokkurn Grétarsson gítarleikara, son Grétars Örvarssonar úr Stjórninni sem er nú sonur ekki ófrægari manns enn Örvars heitins Kristjánssonar harmonikkuleikara.  Um bassaleik sá Birgir Kárason, trommur og slagverk spilaði Benedikt Brynleifsson sem meðal annars er einhverskonar „hústrommari“ Rigg viðburða og margra annara og er hann til að mynda í hljómsveitinni 200.000 Naglbítum,“ segir Einar Ágúst.

 

Það er svo undrabarnið Þórir Úlfarsson sem leikur á hljóðgervla og orgel.  Upptökustjórn var í höndum Haffa Tempó og það er lagahöfundurinn sjálfur sem syngur bakraddir.  Kiddi Grétars, Biggi og Benni sem eins og áður fyrr kom fram voru með Einari Ágústi í Englum útsettu lagið.

 

Tendrum minningar er komið á Soundcloud og kemur á Spotify á næstu dögum. „Það er vonandi að þetta leggist vel í landann og verði spilað um ókomna tíð.  Ég hef fulla trú á því og það er ekkert víst að það klikki,“ segir Einar Ágúst eldhress og vitnar í sólóplötu hans sem kom út árið 2007.

Leikur sjálfan sig í kvikmynd

„Ég var að leika í minni fyrstu kvikmynd sem kemur að öllum líkindum í kvikmyndahús í febrúar og ber heitið Fullir vasar og skartar helstu Snapchat-stjörnum landsins í aðalhlutverkum: Hjálmari Erni, Aroni mola og strákum úr Áttunni ásamt því sem Laddi, Helga Braga og margir aðrir landsþekktir aðilar leika minni hlutverk,“ segir Einar Ágúst.

„Ég og Kalli Bjarni, leikum nú bara sjálfa okkur enn það má segja að saman….eða nei Í SITTHVORU LAGI MEIRA AÐ SEGJA eigum við íslandsmet innanhús sí uppábakdrulli í celeb-bransanum hér áður fyrr.  Í myndinni fáum við að leika sjálfa okkur einfaldlega, þessa einlægu og hvatvísu drengi sem við höfum verið í gegnum tíðina þó öldin sé nú allt önnur í dag. Nú er aldeilis fortíðin að banka góðlega upp á enn ekki með yfirgangi og frekju og gera fyrir okkur gott mót,“ segir Einar Ágúst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.