,,Þetta var bolta bleikjan sem Hrafn veiddi í Svínavatni í Húnavatnssýslu. Við skruppum aðeins út til að veiða í svona tvo tíma og þessi bolta bleikja tók svo sannarlega,“ sagði Sævar Sverrisson um 9 punda bleikjuna sem veiddist fyrir nokkrum dögum norðan heiða.
,,Hrafn var smá stund með fiskinn, hann fann að þetta var vænn fiskur en fiskurinn tók lítiinn svartan toby. Það var hífandi rok og þetta kom skemmtilega á óvart. Við veiddum nokkra urriða líka,“ sagði Sævar ennfremur.
Mynd. Hrafn Jónsson með 9 punda bleikjuna úr Svínavatni. Mynd Sævar