fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Nýtt og gott á Netflix

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The End of the F***ing World

Breskir grínþættir fullir af kolsvörtum húmor. Tveir unglingar, hann er siðblindingi og hún hatar leiðinlega lífið, fara að heiman í leit að betra lífi. Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd í Bretlandi í haust við góðar undirtektir og mætir á Netflix í janúar.

Glacé (The Frozen Dead)

Franskir spennuþættir um rannsókn á hryllilegu morði í smábæ í Pýreneafjöllum. Um er að ræða sex klukkutíma langa þætti byggða á bók. Þættirnir gerast í miklum kulda og henta því vel á köldum janúarkvöldum.

Friends

Loksins á Netflix. Vinina þarf vart að kynna. Eins og segir í tilkynningu frá Netflix þá getur þú horft á allar tíu þáttaraðirnar á tveimur vikum ef þú hættir í vinnunni og horfir á Vini í átta klukkutíma á dag.

American Vandal

Ádeiluheimildaþættir þar sem fylgst er með rannsókn á skemmdarverkum í bandarískum menntaskóla. Gert er óspart grín að sakamálaheimildaþáttum en að sama skapi nær myndin að draga áhorfendur inn í eltingarleikinn við skemmdarvarginn sem getur ekki hætt að krota getnaðarlimi á veggi skólans.

Somebody Feed Phil

Maðurinn að baki Everybody Loves Raymond, Phil Rosenthal, ferðast um víða veröld og eldar góðan mat ásamt vinum og vandamönnum. Hann fer meðal annars til Ísrael, Mexíkó og Víetnam í leit að góðum mat og bröndurum til að fylgja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom