fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Nýtt og gott á Netflix

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The End of the F***ing World

Breskir grínþættir fullir af kolsvörtum húmor. Tveir unglingar, hann er siðblindingi og hún hatar leiðinlega lífið, fara að heiman í leit að betra lífi. Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd í Bretlandi í haust við góðar undirtektir og mætir á Netflix í janúar.

Glacé (The Frozen Dead)

Franskir spennuþættir um rannsókn á hryllilegu morði í smábæ í Pýreneafjöllum. Um er að ræða sex klukkutíma langa þætti byggða á bók. Þættirnir gerast í miklum kulda og henta því vel á köldum janúarkvöldum.

Friends

Loksins á Netflix. Vinina þarf vart að kynna. Eins og segir í tilkynningu frá Netflix þá getur þú horft á allar tíu þáttaraðirnar á tveimur vikum ef þú hættir í vinnunni og horfir á Vini í átta klukkutíma á dag.

American Vandal

Ádeiluheimildaþættir þar sem fylgst er með rannsókn á skemmdarverkum í bandarískum menntaskóla. Gert er óspart grín að sakamálaheimildaþáttum en að sama skapi nær myndin að draga áhorfendur inn í eltingarleikinn við skemmdarvarginn sem getur ekki hætt að krota getnaðarlimi á veggi skólans.

Somebody Feed Phil

Maðurinn að baki Everybody Loves Raymond, Phil Rosenthal, ferðast um víða veröld og eldar góðan mat ásamt vinum og vandamönnum. Hann fer meðal annars til Ísrael, Mexíkó og Víetnam í leit að góðum mat og bröndurum til að fylgja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“