fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 05:40

Kelly Ann Prosser. Myndir: Ohio Attorney General’s Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir 38 ára óvissu hefur fjölskylda Kelly Ann Prosser loksins fengið einhver svör. Lögreglan í Columbus í Ohio skýrði frá því á föstudag að hún hefði leyst gátuna um hver hefði rænt, misnotað kynferðislega og myrt hina átta ára gömlu stúlku og skiptu erfðafræðirannsóknir og hlaðvarp, sem rakti sögu málsins, sköpum við lausn málsins.

Kelly Ann Prosser var rænt hinn 20. september 1982, í háskólahverfinu í Columbus, þegar hún var á leið heim frá skóla. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar á maísakri í nágrenninu. Hún hafði verið lamin, misnotuð kynferðislega og kyrkt. Það sem morðinginn skildi eftir, skipti miklu máli við lausn málsins.

Fulltrúi lögreglunnar í Columbus sagði að þetta mál hefði haft mikil áhrif á alla innan lögreglunnar í Columbus og allir hefðu viljað leysa málið.

Hinn grunaði látinn laus átta mánuðum fyrir morðið

Sönnunargögn, sem safnað var við eina viðamestu rannsókn lögreglunnar á svæðinu, reyndust vera lykillinn að lausn þess nú. Morðinginn er sagður hafa heitið Harold Warren Jarrell en hann er látinn. Hvergi var minnst á hann í skjölum málsins.

Hann var handtekinn 1977 og dæmdur í fangelsi fyrir að hafa numið aðra 8 ára stúlku frá Tamarack Circle á brott. Honum var sleppt úr fangelsi átta mánuðum áður en Kelly Ann var numin á brott. Ekki leikur grunur á að Harold Warren Jarrell tengist fleiri óupplýstum málum á svæðinu.

Á fréttamannafundi lögreglunnar var lesin upp yfirlýsing frá fjölskyldu Kelly Ann þar sem lögreglunni var meðal annars þakkað fyrir að hafa aldrei gefist upp á þeim tæpu 40 árum sem eru liðin síðan hún var numin á brott.

Rannsóknin

Fyrir fimm eða sex árum voru DNA-sýni, sem fundust á líki Kelly Ann, skráð í CODIS, sem er miðlægur gagnabanki bandarísku lögreglunnar yfir DNA-sýni, en engin svörun fékkst.

Í mars fékk lögreglan fyrirtækið Advance DNA, sem er erfðatæknifyrirtæki, til liðs við sig. Fyrirtækið gerði ættartré fyrir hugsanlegan morðingja og aflaði frekari gagna fyrir lögregluna. Með þessum hætti tókst lögreglunni að rekja slóðina til Jarrell, þrátt fyrir að hann sé látinn, með því að fá DNA-sýni úr lifandi ættingjum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn