,,Við vorum að enda veiðina í Stóru Laxá í Hreppum á svæði fjögur, fyrsta hollið og við fengum ellefu laxa sem er mjög gott,“ sagði Reynir M Sigmundsson er við heyrum í honum núna upp úr hádeginu. Þá var veiðiskap þeirra félaga að ljúka eftir tveggja og háls dags veiði.
,,Við misstum marga, fiskurinn tók grannt en þetta var skemmtilegt. Í morgun var slatti af laxi að skríða inn og við misstum tvo laxa í löndun á neðsta svæðinu. Byrjunin lofar góðu í Stóru,“ sagði Reynir ennfremur um veiðina í Stóru Laxá í Hreppum.
Mynd. Reynir M. Sigmundsson með flottan lax í opunu Stóru Laxár á svæði 4.