fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Tveir Danir dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. júní 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru tveir ungir Danir, Osama Mohammad Khidhir, 20 ára, og Ibrahim Jamil Bader Merei, 24 ára, dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir morð og morðtilraun. Þeir eru félagar í glæpagenginu Loyal to Familia sem er glæpagengi innflytjenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.

Þeir voru fundnir sekir um að hafa myrt mann fimmtudag einn í nóvember 2017 en morðið var afleiðing átaka glæpagengja. Dómurinn í síðustu viku var kveðinn upp af Eystri Landsrétti sem staðfesti þar með dóm undirréttar um þyngd refsingarinnar.

Fram kemur að mennirnir hafi komið akandi á mótorhjóli að bíl mannsins á Norðurbrú. Þeir stefndu beint á bílinn og annar þeirra steig af hjólinu og skaut sjö skotum á bílinn með hálfsjálfvirkri skammbyssu.

Þrír voru í bílnum, þar á meðal Ghassan Ali Hussein, sem fékk skot í höfuðið og bak. Hann lést skömmu síðar af völdum skotsáranna. Annar farþegi fékk skot í handlegginn en sá þriðji náði að komast ósærður út úr bílnum.

Undirréttur hafði sakfellt Khidhir og Merei fyrir að hafa reynt að drepa þá tvo sem sluppu lifandi en Eystri Landsréttur taldi ekki sannað að þeir hefðu reynt að drepa þann þriðja.

Lögreglan telur ekki að hinn myrti eða hinir tveir hafi verið félagar í glæpagengi.

Eystri Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að morðið hafi tengst átökum glæpagengja og því var dómurinn kveðinn upp í samræmi við þá grein hegningarlaganna sem snýr að glæpagengjum en það þýðir að refsingin er þyngri en ella.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift