fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Óska barnabarninu góðs gengis í vinnunni á hverjum degi: Myndband

„Þau eru svo stolt af mér“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 4. desember 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daglegar kveðjur eldri hjóna til barnabarns síns fara nú sem eldur í sinu um netheima og yljað fólki um hjartarætur víða um heim. Þau Valerie og Wilson Ovenstone búa í bænum Methil í Skotlandi og óska þau barnabarninu sínu, hinni 17 ára gömlu Rio Smith, góðs gengis í vinnunni á hverjum einasta degi. Kveðjurnar eru ekki mjög áberandi en mjög innilegar eins og Rio sýnir í myndbandi sem hún deildi á Twitter, en meira en 45 þúsund manns hafa deilt myndbandinu áfram.

https://platform.twitter.com/widgets.js

Myndbandið er ekki langt og það þarf kannski að horfa á það nokkrum sinnum til að átta sig á kveðjunni. Ef horft er vel á bakgarðinn sem kemur fyrir rúmlega sekúndu inn í myndbandinu sést Wilson afi hennar veifa til hennar.
Rio tekur þennan strætisvagn í vinnuna á hverjum degi á sama tíma, vagninn fer fram hjá húsi afa hennar og ömmu og skiptast þau á að fara út í garð og vinka. „Þetta byrjaði þegar ég fékk mína fyrstu almennilegu vinnu. Þau eru svo stolt af mér og fara nú út í garð á hverjum morgni og veifa til mín með óskum um að mér gangi vel,“ segir Rio í samtali við Huffington Post

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén