,,Veiðin byrjaði vel hjá okkur í Langá og maður veiddi fyrsta laxinn í ánni. Það er ekki hægt að biðja um meira. Sumarið verður gott í veiðinni,“ sagði Jógvan Hansen er við heyrðum í honum á túr um landið með vini sínum Friðrik Ómari.
,,Veiðiskapurinn hefur gengið vel í Langá síðan áin opnaði og það gengur frábærlega hjá okkur í túrnum sem var að byrja. Við erum núna á Austurfjörðum og viðtökurnar eru meiriháttar. Við erum að heimsækja yfir 20 staði á landinu á þessari ferð okkar. Jú, auðvitað er ég með stöngina með mér, hvað heldur þú. Annað er ekki hægt. Þegar þessu verður lokið fer ég í Veiðivötn og líklega eitthvað meira. Gott að slappa af við veiðina eftir þessa törn sem er sannarlega skemmtileg,“ sagði Jógvan ennfremur
Mynd. Jógvan Hansen með fyrsta laxinn í Langá á Mýrum.