,,Við vorum búnir að sjá laxa fyrir fyrir nokkru síðan í Kjalarlandsfossinum, allavega 5 laxa, og svo fórum við reyna og einn þeirra tók fljótlega,“ sagði Skúli Húnn Hilmarsson sem veiddi fyrsta laxinn í ánni á þessu sumri.
,,Fyrsti kom í fossinum á Silver oranges númer 4. Þetta var gaman og mér sýnist axinn sé snemma á ferðinni í á. Ég held og hef það svona á tilfinningunni að þetta verði gott sumar hjá okkur í Hallá. Það er bara veitt á flugu og öllum fiski sleppt. Stefnan hjá okkur félögunum er að koma ánni upp aftur,“ sagði Skúli ennfremur.
Mynd. Skúli Húnn Hilmarsson með fyrsta laxinn úr Hallá en eins og sést eru ennþá skalfar við ána.