,,Við vorum að opna Húseyjarkvisl og það gengur ágætlega hjá okkur og þegar eru komnir 6 laxar,“ sagði Gunnar Örn Petersen á veiðislóðum í Skagafirði. En hver veiðiáin af annarri opnar þessa dagana og veiðin er víðast hvar ágæt.
,,Þetta er bara fín byrjun hérna. Það er eitthvað fiski komið en ekki rosalega mikið, þetta kemur allt saman. Laxhylur er sterkastur þessa fyrstu daga veiðitímans,“ sagði Gunnar Örn ennfremur.
Tölur úr laxveiðiánum eru farnar að tikka inn og Urriðafoss í Þjórsá hefur gefið þá flesta eða 400. Síðan kemur Norðurá í Borgarfirði með 200 laxa og svo Þverá í Borgarfirði með 165 laxa.
Mynd. Gunnar Örn Petersen með 85 sentimetra lax úr Laxhylnunum í Húseyjarkvisl en áin hefur gefið 6 laxa.