fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Agnes ætlar að drekka kokteila í Keiluhöllinni og kenna zúmba í Kópavogi

Hvað ætlar þú að gera um helgina?

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 24. nóvember 2017 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudagur

„Þessa dagana er ég að vinna í því að setja upp leikrit með nemendum Kvennaskólans og undanfarið hef ég verið að taka áhugasama leikara í prufur fyrir þetta leikrit. Þar sem föstudagurinn er bara venjulegur vinnudagur fer hann að mestu í þetta en um kvöldið ætla ég að skella mér á eitthvert gott leikrit í borginni. Kannski Guð blessi Ísland sem ég hef heyrt marga tala nokkuð vel um,“ segir Agnes Wilde leikkona, zúmbakennari og leikstjóri.

Laugardagur

„Á morgun ætla ég svo að vakna snemma og mæta sem afleysingakennari hjá Reebook Fitness í Kópavogslaug. Ég er sem sagt búin að læra zúmbakennslu líka. Tíminn byrjar klukkan 11.10 og ég er alveg hrikalega spennt að byrja að kenna. Seinni part laugardags ætla ég að skella mér í Keiluhöllina með æskuvinum mínum úr Mosó. Við kynntumst í Gaggó Mos og vorum saman í Lúðrasveit Mosfellsbæjar svo það er mjög viðeigandi að hafa þennan endurfund í Keiluhöllinni sem er rétt hjá Mosó. Eftir keiluna fáum við okkur svo örugglega einhverja kokteila á barnum þarna í sveitinni.“

Sunnudagur

„Á sunnudaginn er næst-fyrsti í aðventu en sem yfirlýst jólabarn hef ég beðið mjög spennt eftir þessum degi í nokkrar vikur. Ég ætla að skreyta allt hátt og lágt heima hjá mér, búa til aðventukrans og gera eitthvað fleira jólalegt og skemmtilegt. Seinni partinn fer ég svo á skrifstofuna þar sem ég er að æfa jólaleikrit með Sigrúnu Harðardóttur, vinkonu minni. Við ætlum að heimsækja leikskóla og jólaböll um allt Stór-Reykjavíkursvæðið í desember og sýna krúttlega jólaleikritið Týndu jólin með Þorra og Þuru. Þetta verður sem sagt bara lífleg og skemmtileg helgi hjá mér,“ segir Agnes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum