Sumarið er varla byrjað í veiðinni og Laxá í Aðaldal rétt að komast af stað í veiðinni þegar stórlaxinn er mættur á svæðið og tekur flugu veiðimanna. Það var Hilmar Hafsteinsson sem veiddi boltann á Vitaðsgja og tók fiskurinn fluguna White Wing númer 6. Fiskinn veiddi Hilmar á bát á Vitaðsgjafanum.
Fiskurinn var 107 sentimetrar og er lang stærsti laxinn í sumar. Næstur kemur lax Guðjóns Þórs raka sem hann veiddi í Laxá í Kjós nú í vikunni.
Þetta er fyrsta skiptið sem Hilmar Hafsteinsson er að komast í tuttugu punda klúbbinn.
Af öðrum veiðisvæðum að frétta má segja frá því að Nessvæðið var að komast í 12 laxa og veiðimenn sem við heyrum í niður á Æðarfossasvæðinu sögðu töluvert líf vera þar.
Þar voru þeir búnir að fá tvo laxa en sá stóri veiddist á Nessvæðinu og það eiga þeir fleiri eftir að synda um vænir í sumar. Og aldrei að vita hvað gerist á því stórlaxa svæði Íslands.
Mynd: Hilmar Hafsteinsson með langstærsta lax sumarins, 107 sentimetra á Nessvæðinu í Aðaldanum í morgun. Mynd Hermóður