fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Síafbrotamaður gekk berserksgang á gamlárs- og nýársdag

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 22:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Örn Arnarsson var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnalagabrot og þjófnað. Hann mætti ekki í þingfestu málsins og boðaði engin forföll.

Ákæruliðirnir voru fjórir, eitt fíkniefnalagabrot og fjögur mál er vörðuðu þjófnað. Öll voru þau framin á síðastliðin gamlárs- og nýársdag, þau töldust þau sönnuð fyrir dómi.

Fyrsta brotið varðaði fíkniefni, en síðastliðin gamlársdag lagði lögregla hönd á 10 grömm af amfetamíni og 0,29 grömm af kókaíni, sem höfðu verið í vörslu hans. Umrætt brot átti sér stað á gamlársbrot.

Hin brotin vörðuðu þjófnað og fóru fram á nýársdag. Það fyrsta var í verslun Hagkaupa í Spönginni. Þar var hann dæmdur fyrir að stela Armani Code ilmvatni að söluverðmæti 6.149 kr.

Hin brotin áttu það sameiginlegt að varða þjófnað ú starfsmannaaðstöðu pizzastaða. Annars vegar var hann dæmdur fyrir að stela úlpu úr Dominos, Spönginni og hins vegar veski úr Sbarro á  Stjörnutorgi. Úlpan og veskið voru að óþekktu verðmæti

Martin hefur oft áður hlotið dóma:

„Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 22. maí 2020,hefur ákærði ítrekað gerst sekur um refsilagabrot. Síðast var ákærði dæmdur 28. maí 2019 þar sem ákærði var dæmdur í 12 mánaða fangelsi.“

Aðrir dómar hans  hans hafa verið fyrir þjófnað, fjársvik, fíkniefna-, umferðarlaga- og vopnalagabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“