Martin Örn Arnarsson var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnalagabrot og þjófnað. Hann mætti ekki í þingfestu málsins og boðaði engin forföll.
Ákæruliðirnir voru fjórir, eitt fíkniefnalagabrot og fjögur mál er vörðuðu þjófnað. Öll voru þau framin á síðastliðin gamlárs- og nýársdag, þau töldust þau sönnuð fyrir dómi.
Fyrsta brotið varðaði fíkniefni, en síðastliðin gamlársdag lagði lögregla hönd á 10 grömm af amfetamíni og 0,29 grömm af kókaíni, sem höfðu verið í vörslu hans. Umrætt brot átti sér stað á gamlársbrot.
Hin brotin vörðuðu þjófnað og fóru fram á nýársdag. Það fyrsta var í verslun Hagkaupa í Spönginni. Þar var hann dæmdur fyrir að stela Armani Code ilmvatni að söluverðmæti 6.149 kr.
Hin brotin áttu það sameiginlegt að varða þjófnað ú starfsmannaaðstöðu pizzastaða. Annars vegar var hann dæmdur fyrir að stela úlpu úr Dominos, Spönginni og hins vegar veski úr Sbarro á Stjörnutorgi. Úlpan og veskið voru að óþekktu verðmæti
Martin hefur oft áður hlotið dóma:
„Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 22. maí 2020,hefur ákærði ítrekað gerst sekur um refsilagabrot. Síðast var ákærði dæmdur 28. maí 2019 þar sem ákærði var dæmdur í 12 mánaða fangelsi.“
Aðrir dómar hans hans hafa verið fyrir þjófnað, fjársvik, fíkniefna-, umferðarlaga- og vopnalagabrot.