fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025

Mia Khalifa segir að myndböndin muni ásækja hana það sem hún á eftir ólifað

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. júní 2020 10:23

Mia Khalifa. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi klámstjarnan Mia Khalifa gefur ungum konum ráð. Mia lék í ellefu klámmyndum yfir þriggja mánaða tímabil árið 2014. Hún komst í heimsfréttirnar þegar hún fékk morðhótanir frá ISIS eftir að hafa komið fram í klámmynd með slæðu (e. hijab).

Þó svo að það séu komin sex ár síðan að Mia lék í klámmynd er hún enn þá ein vinsælasta klámstjarnan á PornHub.

Mia ráðleggur ungum konum að feta ekki í sín fótspor. Hún segir að klámferill hennar muni ásækja hana það sem hún á eftir ólifað.

Mia opnaði sig á TikTok um áhrifin sem myndböndin hafa haft á andlega heilsu hennar. Hún segir að það sé erfitt að hugsa til þess að mörg hundruð milljóna manna muna bara eftir henni frá því að hún var 21 árs og á mjög slæmum stað í lífi sínu.

Skjáskot/TikTok

Instagram-notandinn Poppymillx tjáði sig um hvernig klámiðnaðurinn notfærir sér ungar konur á samfélagsmiðlum í tengslum við Miu Khalifa. Hún sagði að ungar konur séu beittar þrýstingi til að byrja í klámi.

„Um leið og þú ert búin að leika í einu myndbandi þá ertu orðin klámleikkona. Þannig það er mjög auðvelt að leika í hundrað öðrum myndböndum því mannorð þitt er hvort sem er ónýtt,“ segir hún.

„Framleiðendur og háttsettir einstaklingar nota þetta til að fá þær til að skrifa undir samninga, sem gera þeim ekki aðeins erfitt fyrir að hætta í klámi, heldur gefur þeim einnig eignarrétt yfir öllum myndböndunum. Konur eins og Mia Khalifa eru í myndböndum sem eru margra ára gömul en hverfa aldrei. Konur eru ásóttar vegna ákvörðunar sem þær tóku fyrir mörgum árum. En þetta vera ekki þeirra ákvörðun. Fólk notfærði sér þær.“

Mia svaraði og sagði:

„Þessi ellefu myndbönd munu ásækja mig það sem ég á eftir ólifað. Ég vil ekki að einhver önnur stúlka gangi í gegnum þetta – því engin ætti að gera það,“ sagði Mia.

Skjáskot/Instagram

 

Í ágúst í fyrra opnaði Mia sig í fyrsta sinn um klámferillinn. Hún sagði að klámiðnaðurinn væri ekki eins arðbær og margir halda og hún hafi þénað um eina og hálfa milljón á sínum þriggja mánaða ferli. Hún greinir frá þessu á Twitter.

„Fólk heldur að ég sé að þéna margar milljónir frá klámi. Algjörlega ósatt. Ég þénaði SAMTALS um eina og hálfa milljón og sá aldrei krónu aftur eftir það. Að finna venjulegt starf eftir að hætta í klámi var erfitt og ógnvænlegt,“ skrifar Mia á Twitter.

https://www.instagram.com/p/CAapZ2gASBt/

Mia nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er með rúmlega 20 milljón fylgjendur. Hún er trúlofuð sænska kokkinum Robert Sandberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.