Fyrrverandi íþróttahetja og Ólympíugullhafi í tugþraut Caitlyn Jenner – sem hét Bruce Jenner áður en hún fór í kynleiðréttingu – sagði í viðtali við ástralska útvarpsstöð að hún og þáverandi eiginkona Kris Jenner hefðu vitað frá upphafi að O.J. Simpson hefði myrt eiginkonu sína Nicole Brown.
Caitlyn sagði að nokkrum vikum áður en Nicole var myrt árið 1994 hefði hún sagt við Kris, sem var vinkona hennar: „Hann segist ætla að drepa mig og komast upp með það af því að hann er O.J. Simpson.“ Caitlyn segir að Kris hafi ekki tekið þessi orð Nicole alvarlega. Þegar dómstóll sýknaði Simpson af morðinu segir Caitlyn að Kris hafi sagt: „Við hefðum átt að hlusta á Nicole, hún hafði rétt fyrir sér.“
Simpson var frjáls maður í fjórtán ár eftir morðið en var árið 2017 dæmdur í þrjátíu og þriggja ára fangelsi fyrir vopnað rán. Hann var látinn laus í október síðastliðnum. „Að vissu leyti komst hann upp með það sem hann gerði,“ sagði Caitlyn í útvarpsþættinum en bætti við: „Líf hans hefur verið eyðilagt – sem er gott. Ég hef ekkert talað við hann og mig langar ekki til þess.“