fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
FókusKynning

Frægasti borgarinn í Eyjum og fleira góðmeti

Kynning

Gott, Bárustíg 11, Vestmannaeyjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gott er rómaður veitingastaður í Vestmannaeyjum sem leggur áherslu á heilsusamlegan og ferskan mat fyrir fjölskylduna. Á fjölbreyttum matseðli staðarins er meðal annars að finna nokkra hamborgararétti og það er ljóst að hamborgararnir á Gott eru enginn skyndibiti, heldur veglegar og gómsætar máltíðir með fersku hráefni og ýmiss konar sérstöðu í innihaldi og matreiðslu.

Þarna má fyrstan nefna bragðsterkan Gott kjúklingaborgara sem margir telja vera frægasta og vinsælasta borgarann í Vestmannaeyjum og sumir hika ekki við að telja hann vera í hópi frægustu hamborgara landsins. Að sögn eigenda Gotts er ótrúlega algengt að fólk taki með sér þennan kjúklingaborgara til Reykjavíkur og brottfluttir Eyjamenn sækja mikið í hann þegar tækifæri gefst. Kjötið í borgaranum er ferskar íslenskar kjúklingabringur sem eru maríneraðar í sólarhring í Tandoori-kryddi fyrir eldun. Þá gerir staðurinn sína eigin Tandoori-sósu sem er ómissandi hluti af þessum rétti. Einnig er í réttinum heimagert aioli, pikklaður laukur, tómatur og heimagert guacamole.

Eldfellsborgarinn, sem kenndur er við Eldfell í Vestmannaeyjum, er líka einstakt hnossgæti. Kjötið er sérvalið að norðan og er fituhlutfall 30% í kjötinu sem er fáheyrt. Þetta er því afar matarmikill borgari, 150 gramma. Kjötið er aldrei drýgt með soja eða öðru viðbótarhráefni, þetta er bara hreint og ferskt nautakjöt. Reykti osturinn með borgaranum er einstakur því hann er sérreyktur í ofni á staðnum. Eigendur gripu til þess ráðs eftir að hafa prófað alla reykta osta á landinu – án þess að finna bragðið sem þeir sóttust eftir.

Truffluborgarinn hefur líka sérstöðu eins og aðrir réttir á Gott en í honum er sérvalin truffluolía og trufflur frá Ítalíu.
Allir hamborgararnir á Gott eru í sérstöku heimabökuðu speltbrauði.

Gott er staðsett að Bárustíg 11 í Vestmannaeyjum og opið er alla daga frá kl. 11 til 21.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ