fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Íslenska með kalifornískum hreim

Boðum fagnaðarerindi frónskunnar í rafheimum

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 17. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk börn og ungmenni eru ekki eins góð í að tjá sig á móðurmálinu okkar og áður. Flest nota þau ensk orð í undarlegum hrærigraut við íslenskuna og sum tala bara einfaldlega saman á ensku. Stundum með þykkum, kalifornískum hreim.

Þetta er í sjálfu sér ekki svo undarlegt. Nútímabörn heyra reyndar íslensku talaða í daglega lífinu, en þegar kemur að vali þeirra á afþreyingu er okkar ástkæra ylhýra svo gott sem ósýnilegt og óheyranlegt tungumál.
Þetta breyttist með tilkomu netsins.

Börnin okkar horfa ekki á myndir með íslenskum texta í sjónvarpinu, þau lesa ekki bækur á íslensku uppi í rúmi á kvöldin, hlusta ekki á íslensku talaða í útvarpinu, hvað þá útvarpsleikrit. Meira eða minna allt afþreyingarefni sem nútímabörn taka inn í vitundina er á ensku. Stundum arfalélegri ensku sem þau apa upp eftir misgáfuðum og mishæfileikaríkum dægurstjörnum á YouTube.

Það þarf því ekki að koma á óvart að krakkarnir séu að missa tök á íslenskunni.

Ef við höfum áhuga á því að sporna við þessari þróun þá þarf að gera eitthvað róttækt ekki síðar en strax.
Ungmenni landsins eru ekki að fara að hlamma sér í tungusófann klukkan átta til að horfa á vel þýdda heimildaþætti í Ríkissjónvarpinu að loknum fréttum. Þau munu ekki byrja að lesa Njálu í kvöld eða hlusta spennt á næsta útvarpsleikrit.

Þau eru á YouTube, Instagram og í alls konar tölvuleikjum og þar munu þau halda áfram að leika, læra og skemmta sér næstu árin.

Ef við viljum að Íslendingar framtíðarinnar tali ekki stökkbreytta, illskiljanlega blöndu af íslensk-ensku fuglamáli með kalifornískum hreim þá þurfum við að drífa okkur rakleiðis í rafheima og boða þar fagnaðarerindi frónskunnar í gegnum fróðleik og skemmtun.

Fjallið mun nefnilega ekki mæta Múhameð í þessu tilfelli. Við þurfum öll að koma okkur upp á fjallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna