fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Atli Þór fer úr Þjóðleikhúsinu í eigin rekstur – „ég er brúklegur sölumaður“

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 24. júní 2020 15:00

Atli Þór Albertsson leikari og tilvonandi fasteignasali.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikaranum Atla Þór Albertssyni er flest til lista lagt. Hann er vinsæll skemmtikraftur, hefur stýrt útvarpsþáttum og starfað í sölu- og markaðsmálum. Hann hefur nú sagt skilið við Þjóðleikhúsið og opnaði nýverið fasteignasölu ásamt konunni sinni Guðnýju Ósk Sigurgeirsdóttur. Fasteignasalan heitir Stofan og er staðsett í Hafnarfirði þar sem fjölskyldan býr.

„Ég hætti í leikhúsinu í sumarbyrjun og var að velta fyrir mér næstu verkefnum þegar Guðný konan mín lagði þetta til. Að stofna okkar eigin fasteignasölu, fara bara „all in“ eins og sagt er. Hún hefur verið farsæl í sínu starfi sem fasteignasali undanfarin ár og langaði að taka þetta skref, svo ég reimaði á mig skóna og lagði í leiðangurinn með henni.“

Atli er langt frá því að vera leiðinlegur og nýtur þess að reyna fyrir sér á nýju sviði. „Það eru spennandi tímar framundan, ég átti aldrei von á því að fara út í þennan bransa og sá mig raunar aldrei í honum en ef maður fagnar ekki þeim tækifærum sem til manns koma og leggur sig fram við að láta á sig reyna þá verður lífið ekki eins skemmtilegt.“

Seldi konfektmolana í brúðkaupi frænda síns

Aðspurður um hvernig sölumaður hann sé fer Atli allur í gang. „Ég er i eðli mínu hógvær þótt einhverjir haldi kannski annað. EN ég þori samt að segja að ég sé brúklegur sölumaður enda hef ég fengist við sölumennsku frá því ég seldi konfektmolana í brúðkaupi frænda míns,  3 ára. Ég stýrði sölunni í leikhúsinu og vann þar áður á söludeild RÚV.“

Nú þegar fasteignamarkaðurinn er tekin að glæðast liggur beinast við að spyrja Atla út í góð ráð til seljenda. „Mitt ráð til seljenda er auðvitað að hafa samband við okkur,“ segir hann og hlær.  „En svona í alvöru þá er mikilvægt fyrir seljendur að vita við hverju er að búast. Kynna sér málin vel og vera óhrædd við að spyrja. Þannig er mikilvægt að upplýsa seljendur reglulega og halda ferlinu öllu opnu, einlægu og heiðarlegu, því oftar en ekki er fólk að leggja stærsta hluta eigna sinni í hendur fasteignasalans og óþarfar áhættur er eitthvað sem á að forðast. Ég er ekki löggiltur fasteignasali enn þá svo mitt hlutverk í dag er að reka skrifstofuna og sjá um allt það sem konunni minni dettur í hug að fela mér. Skemmtilegast við þetta þykir mér þó að hitta fólk og spjalla, mér leiðist það aldrei.“

Atli segist þó ekki vera skilin við listagyðjuna. „Maður hættir kannski aldrei í leiklistinni, hún býr alltaf í manni en ég hætti að vinna á leiksviðinu fyrir 8 árum og færði mig meira yfir í skemmtanabransann. Ég veislustýri og skemmti á árshátíðum, veislum og þess háttar. Ég hef aldrei lokað á það að öllu leiti að stíga aftur á svið en á meðan ég er að njóta mín við annað þá kemur bara í ljós hvað verður.“

 

Guðný og Atli Þór eiga og reka fasteignasöluna Stofan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes
Fókus
Í gær

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar