,,Við erum hérna í öðru holli í ánni en fyrsta hollið veiddi 6 laxa á tveimur og hálfum degi,“ sagði Trausti Hafliðason ritstjóri Viðskiptablaðsins sem var staddur við Haukadalsá í Dölum er við heyrðum í honum, nýbúinn að landa laxi.
,,Hollið núna er komið með fjóra laxa og við eigum eina vakt eftir. Það er slatti af laxi í Horninu en þar hafa veiðst laxar og síðan hafa komið fiskar í Bláskjá og auðvitað í Lalla. Einn veiðimaður missti stórlax í Kvörninni. Svo urðu menn varir við laxa í Happastreng og Leynifit en þetta er auðvitað bara rétt að byrja,“ sagði Trausti ennfremur.
Mynd. Trausti Hafliðason ritsjóri Viðskiptablaðsins með flotta hrygnu í veiðistaðnum Lalla.