fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Auður Lóa og ellefu aðrir elska Díönu prinsessu, að eilífu

Hvað ertu að gera um helgina?

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 10. nóvember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Lóa Guðnadóttir er sýningarstjóri yfir myndlistarsýningu sem ber heitið Díana, að eilífu. Sýningin verður opnuð í Gallerí Port við Laugaveg 23, í dag, föstudaginn 10. nóvember og stendur til 26. nóvember.

„Ég hef verið í loftköstum með borvél frá því snemma í morgun að setja upp sýninguna Díana, að eilífu. Þetta er samsýning tólf myndlistarmanna sem fjalla hver á sinn hátt um Díönu prinsessu. Nú eru tuttugu ár liðin síðan prinessan lést í bílslysi. Nafn hennar hefur samt aldrei alveg horfið úr fjölmiðlum og á þessu dánarafmæli hefur hún orðið enn meira áberandi. Styttur af Díönu rísa og fólk leggur aftur blóm út á stétt. Minningin um Díönu virðist ekki afmarkast af konunni sem hún var, heldur goðsögninni sem varð til þegar umheimurinn eignaði sér hana. Hún lifir sem minning og hugmynd,“ útskýrir Auður en auk verkanna í Gallerí Port verður einnig hægt að sjá hluta sýningarinnar í gallerí Ekkisens á Bergstaðastræti 25b.

„Í kvöld fer ég svo á minningartónleika um Díönu. Þeir byrja klukkan 21.00 á Húrra, en þar koma fram hljómsveitirnar asdfhg og Post Performance Blues Band. Laugardagurinn og sunnudagurinn byrja örugglega rólega, bara te og hafragrautur heima á Kleppsvegi, því klukkan tvö, báða dagana, ætla ég að mæta í galleríið og taka á móti áhugasömum myndlistarunnendum til klukkan sex. Á laugardagskvöldið mun ég örugglega elda eitthvað gott heima, til dæmis ratatouille, sem er franskur pottréttur úr kúrbít og eggaldini og taka því svo bara rólega eftir matinn. Á sunnudagskvöldið verð ég örugglega farin að plana næstu sýningu í huganum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“