fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Loksins var „Töfrarútan“ fjarlægð – Tveir létu lífið í leitinni að henni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 05:40

Rútan fjarlægð. Mynd:Alaska National Guard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var hin svokallaða „Töfrarúta“ fjarlægð úr óbyggðum Alaska. Rútan hafði öðlast einhverskonar „cultstatus“ hjá mörgum og margir lögðu leið sína að henni. Að minnsta kosti tveir létu lífið við leit að henni og fjölmargir slösuðust. En nú er búið að fjarlægja rútuna svo það er engin ástæða fyrir fólk að leita hennar.

Rútan öðlaðist frægð eftir að bókin „Into the Wild“ eftir Jon Krakauer kom út og síðan samnefnd kvikmynd 2007 sem Sean Penn leikstýrði. Bókin og þar af leiðandi myndin eru byggð á lífi Christopher McCandless.

Hann útskrifaðist frá Emroy háskólanum í Atlanta 1990. Hann hafði fengið nóg af samfélaginu og ákvað að yfirgefa fjölskyldu og vini. Hann fór á puttanum til Alaska 1990 og hélt út í óbyggðirnar. Þar fann hann rútuna. Hann bjó í rútunni í þrjá mánuði en ákvað síðan að halda aftur í siðmenninguna. Þegar hann reyndi að komast yfir ána Teklanika var of mikið vatn í henni og hann varð að snúa við. Hann fór aftur í rútuna og hélt til í henni í um mánuð áður en hann lést, 24 ára að aldri.

Eftir útkomu bókarinnar en ekki síður kvikmyndarinnar fundu margir hjá sér þörf fyrir að fara að rútunni sem fékk fljótlega viðurnefnið „Töfrarútan“.

Það var talið tímabært að fjarlægja rútuna. Mynd:Alaska National Guard

Frá 2009 til 2017 þurfti 15 sinnum að bjarga fólki, sem var að leita að rútunni, úr vanda. Erfið veðurskilyrði og mikið vatnsmagn í ám á svæðinu hafa yfirleitt verið ástæðan fyrir því að fólk lenti í vanda. Í febrúar á þessu ári bjargaði lögreglan fimm Ítölum sem voru á leið að rútunni. Einn þeirra hlaut alvarlega kaláverka.

2010 drukknaði Svisslendingur sem var á leið að rútunni og á síðasta ári drukknaði  maður frá Hvíta-Rússlandi á leið sinni að henni.

Í kjölfarið jókst þrýstingur á yfirvöld um að fjarlægja rútuna og það var gert í síðustu viku þegar þjóðvarðliðið flutti hana á brott með þyrlu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift