fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Heimta nafnabreytingu á einum ástsælasta lakkrís landsins. „Gildishlaðið kynþáttaníð beint gegn svörtu og brúnu fólki“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 22. júní 2020 15:18

Sótt er að Kólus vegna notkunar á Sambó og gamallar skírskotunar í Litla svarta Sambó. mynd/change.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafin er undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist af sælgætisframleiðandanum Kólus að hann leggi niður eða breyti vörumerkinu Sambó.

Sambó Kólus ehf. var stofnað árið 1962 af Jóni S. Kjartanssyni og hóf framleiðslu á lakkrís undir vörumerkinu Sambó. Tíðkaðist þá að nota lakkrísrörin sem drykkjarrör í gosdrykki og varð hefðin að drekka hverskyns gos með lakkrísröri fljótt ívafinn íslenskri sælgætismenningu. Síðar hóf Kólus að súkkulaðihjúpa lakkrísinn sinn og úr varð hornsteinn íslensks sælgætis – kúlusúkkið og þristurinn.

Í dag framleiðir fyrirtækið mikið úrval sælgætis undir vörumerkinu Sambó. Nægir þar að nefna Þrist, Sambó lakkrískonfekt, og Kúlu-súkk.

Ekki nýjar ásakanir

En það er ekki innihald sælgætispokanna sem stuða upphafsmenn undirskriftarsöfnunarinnar, heldur pokarnir sjálfir og það sem á þeim stendir. Sambó, segja upphafsmenn söfnunarinnar, vera „gildishlaðið kynþáttaníð beint gegn svörtu og brúnu fólki, orð sem á sér lengri sögu en barnabókin “Litli svarti Sambó”. Bókin og myndskreytingar hennar voru birtingarmyndir rasisma þess tíma, en bókin var skrifuð af Helen Banneman árið 1899 á þeim tíma sem Indland var innlimað í breska heimsveldið og á ekkert erindi við okkar samtíma nema sem söguleg heimild um kynþáttafordóma og nýlendustefnu.“

Vísa höfundar á grein Gústafs Hannibals í Grapevine frá 2015 þar sem bent er á sama hlut, nema þá beindist reiðin að kremrúllukassa skreyttum mynd af blökkumanni í strápilsi og ljóni í frumskógi. Olli greinin talsverðu fjaðrafoki. Segja höfundarnir að Snorri Páll Jónsson hafi haft samband við forsvarsmenn söfnunarinnar og bent á að kassinn væri ekki lengur í notkun og að hann hafni því að Sambó nafngiftin hafi nokkuð með Litla svarta Sambó að gera. Sambó tilvísunin vísi í rússneska bardagalist sem fáir þekkja. Segja höfundar söfnunarinnar þessa skýringu óásættanlega.

Kemur ekki til greina að skipta um nafn

Snorri Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Kólus ehf. segir í samtali við DV að alls ekki komi til greina að skipta um nafn af þeirri einföldu ástæðu að nafnið hafi ekki þessa skírskotun sem vikið er að í undirskriftarsöfnuninni. Nafnið Sambó er tilkomið vegna áhuga eins stofnandans á áðurnefnri rússneskri bardagalist og að einkennistákn fyrirtækisins hafi alla tíð verið mörgæs. Tengingin við Litla Svarta Sambó sé tilkomin vegna þess að einum vörumerkjahönnuði fannst sniðugt árið 1963 að tengja eina vöru, kremrúllur, við barnabókina. „Jú, Sambó er klárlega rasískt orð á einhverju tungumáli – alveg klárlega. En bardagalistinn Sambó, er hún rasísk?“ segir Snorri.

Mörgæsin hefur, að sögn Snorra, alltaf verið merki Sambó lakkrís og verið á öllum þeirra umbúðum. „Aldrei nokkurntímann er mynd af þessum strák, á neinum öðrum umbúðum. Ef þessi strákur væri einkennismerki fyrirtækisins, væri hann ekki á öllum vörunum, en ekki bara einni sem væri aðeins örlítið brot af okkar sölu.“ Vísar Snorri í vörumerkin Uncle Ben‘s og Aunt Jemima sem hafa setið undir sambærilegri gagnrýni, en segir þau tilfelli vera af allt öðru meiði enda þar um að ræða einkennistákn fyrirtækjanna. Því sé ekki að skipta hjá Kólus ehf.

Mistök og klaufaskapur

Kassarnir með myndinni af Litla svarta Sambó fóru í dreifingu árið 2015 og segir Snorri það mistök. Skortur hafi verið á umbúðum í kjölfar efnahagsþrenginga 2008 og átti fyrirtækið til gamlar umbúðir á lager sem skörtuðu þessari umræddu mynd. Voru þær með gamla heimilisfangi Kólus í Ármúla og símanúmeri sem byrjaði á tölustafnum 8. Þessir kassar voru eingöngu notaðir til þess að flytja vörur í verslanir og fóru aldrei í hillur í verslunum segir Snorri. Engu að síður var notkunin „mistök og klaufaskapur“ að sögn Snorra.

Gömlu kassarnir utan um kremrúllurnar sígildu frá Sambó. Dreifing þeirra árið 2015 „mistök og klaufaskapur,“ segir Snorri Páll.

Snorri segist margoft hafa reynt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri en þegar „fólk er á höttunum eftir blóði,“ vilji það ekki hlusta og sé sama um sjónarmið andstæð sínu eigin.

Með örlitla markaðshlutdeild

Snorri segir að innlendir sælgætisframleiðendur skipti á milli sín 50% markaðshlutdeild á innlendum sælgætismarkaði. Af þeim innlendu aðilum á markaði séu Kólus ehf. langminnstir. Bendir hann á að Kólus hafi aldrei auglýst vörur sínar í fjölmiðlum og smæð þess geri fyrirtækið e.t.v. að auðveldum skotspóni fjölmiðla. „Hvað heldur þú að myndi kosta okkur að breyta um nafn með tilheyrandi markaðskostnaði, hönnunarvinnu, umbúðaframleiðslu o.s.frv, einfaldlega vegna þess að árið 1963 var ein vara af mörgum tengd við þessa vinsælu barnabók. Við myndum bara hreinlega ekki hafa það af. Þú getur bara farið í fyrirtækjaskrá og flett upp ársreikningunum okkar og séð það sjálfur“ segir Snorri við blaðamann DV.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Í gær

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst