Það var sérstök rannsóknarnefnd sem gerði skýrsluna og leggur hún áherslu á að líklega séu fórnarlömbin miklu fleiri.
Formaður nefndarinnar, Jean-Marc Sauve, sagði á fréttamannafundi að rúmlega 1.500 prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar hefðu staðið að baki ofbeldinu.
Rannsóknarnefndin var sett á laggirnar fyrir ári síðan af frönskum biskupum en það var gert í kjölfar fjölda ásakana um barnaníð á hendur starfsmönnum kaþólsku kirkjunnar.
Einnig var sérstök símalína sett á laggirnar en fórnarlömb ofbeldisins gátu hringt í hana. Rúmlega 5.300 símtöl bárust síðustu 12 mánuði.