fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
433Sport

Ólafur svarar fyrir sig eftir þungar ásakanir: „Rúnar er með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt í sex ár“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru læti og hiti í Garðabænum á mánudag þegar Stjarnan vann 2-1 dramatískan sigur á Fylki. Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald fyrir gróft brot á Alex Þór Haukssyni. Ragnar Bragi Sveinsson kinnbeinsbrotnaði einnig í átökum við Daníel Laxdal.

Brot Ólafs var í grófari kantinum og „Þetta er bara árás. Alveg hrikalega gróft,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar á Stöð2 Sport um brotið.

„Án þess að ætla að verða einhver talsmaður þess að hætta að fara í skallabolta þá er fáránlegt að Danni Lax fái ekki gult spjald fyrir þetta Ragnars Braga atvik. Miðað við alla umræðu um höfuðmeiðsli ætti svona atvik að vera nær því að vera rautt spjald en ekkert spjald,“ skrifaði Jóhann Skúli stjórnandi Draumaliðsins á Twitter á þriðjduag.

Ólafur Ingi Skúlason hefur setið á sér en byrjaði í dag að tjá sig á Twitter við færslu Jóhanns. „Er ekki vanur að tjá mig mikið á samfélagsmiðlum en nenni ekki að segja ekki neitt núna,“ skrifar Ólafur Ingi á Twitter.

„Hræsnin í þessu öllu saman. Ég viðurkenni það fúslega að tækling mín gegn Stjörnunni var slök ef ekki arfaslök. Ég var alltof seinn og uppskar réttilega rautt spjald fyrir. Ég brást liðsfélögum og félagi mínu illa. Þó ég geti tæplega gert þær kröfur til Rúnars Páls þá reikna ég fastlega með því að meðalgreindir knattspyrnuáhugamenn átti sig á því að það var ekki ætlun mín að koma inn á völlinn til þess að slasa andstæðing og skilja liðsfélagana eftir manni færri. Þetta var einfaldlega illa tímasett og léleg tækling. Líklega ein af ótal mörgum sem koma til með að sjást á völlum landsins í sumar.“

Mynd: Stjarnan

Ólafur er ósáttur með að Rúnar Páll saki hann um árás og segir hann öskra á dómarann allan leikinn. „Rúnar Páll fór mikinn eftir leik og fullyrti að þetta hafi verið árás af minni hálfu. Hann hefur sennilega aldrei upplifað það að einn af hans leikmönnum tímasetji tæklingu illa og uppskeri rautt spjald. Velti því fyrir mér hvort Rúnar Páll, sem er með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár, sé best fallinn til þess að taka sér hlutverk siðapostula… Velti líka fyrir mér hvernig framganga Daníels Laxdal horfir við honum. Daníel henti sér óheppilega í glórulaust einvígi gegn Ragnari Braga sem lá eftir tvíkinnbeinsbrotinn og verður frá í um sex vikur.“

Ragnar Bragi verður frá í sex vikur eftir og segir Ólafur að framganga Daníels Laxdal hafi haft alvarlegar afleiðingar.

„Við Fylkismenn reyndum ekki að búa til histeríu í kringum návígi Daníels og Ragnars þó það sæju allir á vellinum að Daníel átti aldrei möguleika á að ná boltanum og að afrakstur framgöngu hans hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það hvarflar ekki að okkur á að ásaka Daníel um árás. Við getum gagnrýnt hann fyrir háskalegann leik og að fara í einvígi til þess eins að láta finna hraustlega fyrir sér – en árás tæplega. Fótbolti er líkamleg íþrótt, menn takast hressilega á, tækla og lenda í tæklingum. Það er ekki að fara að breytast og á meðan munum við sjá misheppnaðar tæklingar. Þá taka dómararnir í stjórnartaumana og beita sínum valdheimildum til þess að leikurinn fari fram innan ramma knattspyrnulaganna. Niðurstaða Guðmundar Ársæls og aðstoðarmanna í tengslum við mína tæklingu var rétt – þó ég frábiðji mér ásakanir Rúnars um árás. Niður af þínum háa hesti kæri Rúnar og líttu þér nær,“ skrifar Ólafur Ingi, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkismanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að skilja við stjörnuna eftir rúmlega eins árs hjónaband – ,,Tók það út á mér á dónalegan hátt.“

Ætlar að skilja við stjörnuna eftir rúmlega eins árs hjónaband – ,,Tók það út á mér á dónalegan hátt.“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Söðlar Garnacho um innan Englands?

Söðlar Garnacho um innan Englands?
433Sport
Í gær

Eru töluvert frá verðmiða United

Eru töluvert frá verðmiða United
433Sport
Í gær

Neymar segir að þarna hafi hegðun Mbappe breyst – „Varð smá öfundsjúkur“

Neymar segir að þarna hafi hegðun Mbappe breyst – „Varð smá öfundsjúkur“
433Sport
Í gær

Stjórinn með þungt högg í maga Neymar

Stjórinn með þungt högg í maga Neymar
Sport
Í gær

Arnar hneykslaður á RÚV – „Það virðist ómögulegt að gera þetta öðruvísi fyrir ríkisreknu sjónvarpsstöðina“

Arnar hneykslaður á RÚV – „Það virðist ómögulegt að gera þetta öðruvísi fyrir ríkisreknu sjónvarpsstöðina“