fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

INNLIT: Blönduð áhrif úr Hafnarfirði og Eyjum

Bergrún Íris, teiknari og rithöfundur, býr ásamt þrífættum ketti, eiginmanni og sonum í Hafnarfirðinum

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 25. nóvember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergrún Íris Sævarsdóttir býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Sjálf er Bergrún alin upp í Kópavogi en maðurinn hennar, Andri Ómarsson, lokkaði listakonuna yfir bæjarmörkin fyrir mörgum árum þegar þau voru að draga sig saman sem unglingar.

Íbúar: Bergrún Íris Sævarsdóttir, 32 ára, Andri Ómarsson, 34 ára, Darri Freyr 8 ára, Hrannar Þór 2 ára og þrífætti kötturinn Megas.

Stærð: 100 fermetra íbúð í parhúsi

Byggingarár: 1945

Staður: Herjólfsgata í Hafnarfirði

„Andri er bæði Vestmanneyingur og Hafnfirðingur, fæddur í Eyjum en alinn upp í Hafnarfirði. Það er vel hægt að tilheyra báðum trúarhópunum á sama tíma en maður getur samt ekki titlað sig gaflara nema fæðast hérna,“ segir Bergrún og hlær.

Fjölskyldan flutti í parhús við Herjólfsgötu fyrir fjórum árum og heimili þeirra er litríkt, einfalt og líflegt í senn – kannski eins og við er að búast þegar um er að ræða blönduð áhrif úr Hafnarfirði og Eyjum. Stíllinn svolítið norrænn en þó laus við að vera steríll eða of minimalískur.

„Ég held að ég sé mest fyrir stílinn sem einkennir Mið-Austurlönd, eða ég laðast að minnsta kosti mjög að honum. Svo blandast þetta saman við norræna stílinn og úr verður heimili sem mér finnst notalegt. Ég er til dæmis voðalega hrifin af listmunum en þrátt fyrir að ég sé menntuð í listnámi þá er það systir mín sem hefur gefið mér flesta listmuni heimilisins. Hún vann lengi í galleríi og var umkringd fallegum munum á hverjum degi. Ég naut svo góðs af þessu á afmælum.“

96 ára karl sem neitar að læra að lesa

Á undanförnum fimm árum hefur Bergrún getið sér gott orð sem teiknari. Hún hefur myndskreytt um þrjátíu bækur en nú fyrir jólin sendir hún frá sér sína fyrstu skáldsögu sem ber titilinn (Lang) Elstur í bekknum.

„Þetta er í raun fimmta bókin mín, hinar fjórar voru meira myndabækur fyrir leikskólaaldur. Þessi bók er hugsuð sem lestrarhvatning fyrir krakka sem eru að byrja í skóla, eða um fimm til átta ára. Sagan fjallar um stelpuna Eyju sem er að byrja í grunnskóla en með henni í bekk er Rögnvaldur, 96 ára gamall karl sem er fastur í bekknum af því hann neitar að læra að lesa. Með þeim tekst góður vinskapur sem leiðir þau bæði í rétta átt í lífinu,“ segir Bergrún sem skrifaði bókina í Tékklandi þar sem hún dvaldi í rithöfundagestadvöl.

„Ég hugsa að ég hefði aldrei fengið vinnufrið til að skrifa þessa bók ef ég hefði verið hér heima enda mikið fjör á heimilinu með tvo litla stráka.“

„Systir mín keypti þessa skó handa yngri syni mínum þegar hann var nýfæddur. Hún gaf honum líka þessa sætu önd sem hann notaði til að svæfa sig þegar hann var lítill. Hún heitir Hrönn og honum Hrannari þykir voðalega vænt um hana. Kanínan kemur frá Lapplandi en sveppurinn er gjöf frá bestu vinkonu minni. Það er reyndar diskópera í honum af því hér þarf að vera stuð.“
Kanína, önd, litlir sætir skór og diskósveppur „Systir mín keypti þessa skó handa yngri syni mínum þegar hann var nýfæddur. Hún gaf honum líka þessa sætu önd sem hann notaði til að svæfa sig þegar hann var lítill. Hún heitir Hrönn og honum Hrannari þykir voðalega vænt um hana. Kanínan kemur frá Lapplandi en sveppurinn er gjöf frá bestu vinkonu minni. Það er reyndar diskópera í honum af því hér þarf að vera stuð.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Elstur í bekknum, er fyrsta skáldsaga Bergrúnar. Sagan fjallar um Rögnvald, 96 ára, sem neitar að læra að lesa og situr því fastur í sex ára bekk með vinkonu sinni Eyju.
Elstur í bekknum Elstur í bekknum, er fyrsta skáldsaga Bergrúnar. Sagan fjallar um Rögnvald, 96 ára, sem neitar að læra að lesa og situr því fastur í sex ára bekk með vinkonu sinni Eyju.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Ég les hvar sem er, ekkert frekar uppi í rúmi en annars staðar. Mér finnst ég bara ekki vera heima hjá mér nema ég hafi bækur nálægt og þess vegna finnst mér líka gott að hafa þær í svefnherberginu.“
Bækur í svefnherberginu „Ég les hvar sem er, ekkert frekar uppi í rúmi en annars staðar. Mér finnst ég bara ekki vera heima hjá mér nema ég hafi bækur nálægt og þess vegna finnst mér líka gott að hafa þær í svefnherberginu.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Vegginn í hjónaherberginu málaði Bergrún nýlega í dökkfjólugráum lit í tilefni þess að herbergið hefur nú þann eina tilgang að vera griðastaður hjónanna, en ekki barnaherbergi og vinnustofa á sama tíma. Fjaðurljósið í loftinu er úr Ilvu en tunglið hægra megin á myndinni er úr Litlu hönnunarbúðinni eins og svo margt annað á þessu hafnfirska heimili.
Dökkfjólugrár griðastaður Vegginn í hjónaherberginu málaði Bergrún nýlega í dökkfjólugráum lit í tilefni þess að herbergið hefur nú þann eina tilgang að vera griðastaður hjónanna, en ekki barnaherbergi og vinnustofa á sama tíma. Fjaðurljósið í loftinu er úr Ilvu en tunglið hægra megin á myndinni er úr Litlu hönnunarbúðinni eins og svo margt annað á þessu hafnfirska heimili.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ynsti sonurinn getur sjálfur sótt sér bækur í hillurnar en Bergrún leggur mikið upp úr því að börnin geti sjálf sótt leikföng og aðra afþreyingu. Á veggnum má sjá myndskreytingu úr Múmínálfunum eftir Tove Jansson.
Gult og ljósblátt Ynsti sonurinn getur sjálfur sótt sér bækur í hillurnar en Bergrún leggur mikið upp úr því að börnin geti sjálf sótt leikföng og aðra afþreyingu. Á veggnum má sjá myndskreytingu úr Múmínálfunum eftir Tove Jansson.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Kork klukkan er úr Litlu hönnunarbúðinni við Strandgötu í Hafnarfirði en músina fékk sonur minn að gjöf. Hún situr á litlum Not Knot-púða sem var notaður sem hringapúði við giftingu okkar hjóna.“
„Kork klukkan er úr Litlu hönnunarbúðinni við Strandgötu í Hafnarfirði en músina fékk sonur minn að gjöf. Hún situr á litlum Not Knot-púða sem var notaður sem hringapúði við giftingu okkar hjóna.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Málverkið fyrir ofan sófann er eftir Svölu Þórarinsdóttur sem Bergrún segist hafa mikið dálæti á. Verk Svölu fást í Gallerí List þar sem systir Bergrúnar vann í nokkur ár en þar er jafnframt hægt að kaupa verk eftir Bergrúnu. Sófinn er úr Dorma en borðið var keypt í Ilvu.
Elskar myndlist Málverkið fyrir ofan sófann er eftir Svölu Þórarinsdóttur sem Bergrún segist hafa mikið dálæti á. Verk Svölu fást í Gallerí List þar sem systir Bergrúnar vann í nokkur ár en þar er jafnframt hægt að kaupa verk eftir Bergrúnu. Sófinn er úr Dorma en borðið var keypt í Ilvu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Húsbóndinn spilar mjög oft á þetta píanó og yngri sonurinn tekur undir. Þetta gerist yfirleitt þegar ég fer í bað, þá taka þeir konsert fyrir mig. Kattarhúsið hans Megasar kemur úr Litlu hönnunarbúðinni.“
Heimli Megasar og píanóið hennar ömmu „Húsbóndinn spilar mjög oft á þetta píanó og yngri sonurinn tekur undir. Þetta gerist yfirleitt þegar ég fer í bað, þá taka þeir konsert fyrir mig. Kattarhúsið hans Megasar kemur úr Litlu hönnunarbúðinni.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Barskiltið tók ég með heim frá Miami. Það er tímastillir á því, kviknar klukkan sex. Þá er barinn opnaður. Svo slekkur það á sér sex tímum síðar, þegar maður á að fara að sofa. Kleinuhringirnir eru eftir myndlistarkonuna Tinnu Royal. Þeir eru úr steypu, handmálaðir, alveg gullfallegir, svo fallegir að litli frændi minn átti í mesta basli með að skilja að maður mætti ekki borða þá þegar hann var hér í heimsókn um daginn. Það getur ekki alltaf verið veisla.“
Barinn opnaður klukkan sex „Barskiltið tók ég með heim frá Miami. Það er tímastillir á því, kviknar klukkan sex. Þá er barinn opnaður. Svo slekkur það á sér sex tímum síðar, þegar maður á að fara að sofa. Kleinuhringirnir eru eftir myndlistarkonuna Tinnu Royal. Þeir eru úr steypu, handmálaðir, alveg gullfallegir, svo fallegir að litli frændi minn átti í mesta basli með að skilja að maður mætti ekki borða þá þegar hann var hér í heimsókn um daginn. Það getur ekki alltaf verið veisla.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna