Fyrir nokkrum dögum tóku veiðimenn sem voru við veiðar í Helluvatni að Himbrimi hefur verið einhvern tíma með flotholt fast á bakinu á sér og jafnvel línu flækta um sig. Einhver hefur fest í honum eða hann flækt sig í þessu drasli.
,,Hann er búinn að vera með þetta í nokkra daga, var að veiða um daginn og þá var hann þarna með dótið. Í dag var hann ennþá með flotholtið á bakinu á sama stað,, sagði veiðimaður sem sá hann fyrstur með þetta drasl í sér.
Himbriminn var við vatnið í dag og var á fleygiferð, svo þetta virðist alls ekki há honum allavega ekki ennþá. En einhvern veginn þarf að ná þessu af fuglinum sem fyrst svo hann drepist ekki. Reyna að að fanga hann sem fyrst og ná að losna við flotholtið og línu.
Mynd. Himbriminn með flotholtið á bakinu í gær. Mynd María Gunnarsdóttir.