Í fyrsta sinn í fjóra áratugi er útlit fyrir að neysla sykurs á heimsvísu hafi dregist saman, Bloomberg skýrir frá þessu. Samkvæmt miðlinum hefur sala á gosdrykkjum og sælgæti minnkað hjá meðal annars Coca-Cola og Nestle.
Á fyrstu þremur vikum apríl féll salan hjá Coca-Cola um 25%. Fyrirtækið hefur einnig greint frá því að kórónuveirufaraldurinn muni hafa mikil áhrif á annan ársfjórðung þessa árs. Neysla utan heimilisins er yfirleitt meiri en hún er innan þess. Sérfræðingur hjá matvælafyrirtækinu Czarnikow Group í London segir að fólki finnst ekkert mál að drekka heilan lítra af gosi í bíó, en myndi sennilega ekki drekka svo mikið gos yfir Netflix heima í stofu.
Samkvæmt Bloomberg hefur salan einnig dregist saman hjá Pepsi á öðrum ársfjórðungi og sérfræðingar telja að sykurneysla muni minnka um 1,2 % á heimsvísu í ár, það samsvarar tæplega 170 milljónum tonna af sykri.
Enn er óljóst hve hratt sykurneyslan mun aukast aftur eftir opnun veitingastaða og bíóhúsa.