fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Prófessorafélagið lýsir stuðningi við Þorvald – „Ráðuneytinu til álitshnekkis“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júní 2020 14:44

Þorvaldur Gylfason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla telja að viðbrögð fjármálaráðuneytisins í máli Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors séu því álitshnekkir. Íslenskt samfélag þurfi síst á því að halda að steinn sé lagður í götu vísindamanna.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Yfirlýsing stjórnar Félags prófessora við ríkisháskóla vegna ráðningar ritstjóra fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review

Vísindastarf grundvallast á frelsi vísindamanna til að velja sín viðfangsefni og rannsaka þau af hlutlægni með viðurkenndum þekkingaraðferðum. Skipulögð gagnrýni gagnvart eigin niðurstöðum og annarra er órjúfanlegur hluti af nálgun vísindanna. Hæfni einstaklinga til starfa á vísindalegum vettvangi, þar með talið ritstjórnarstarfa, ber einkum að meta útfrá þekkingu, reynslu og árangri þeirra í vísindum og fræðum. Vísindamenn geta vissulega verið virkir þátttakendur á ýmsum sviðum samfélagsins, þar með talið á vettvangi stjórnmálanna, og í ýmsum tilvikum er virk samfélagsþátttaka þeirra ávinningur fyrir vísindastarfið um leið og vísindastarfið færir samfélaginu margháttaðan ávinning í formi nýrrar þekkingar og bættra vinnubragða.

Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor er í hópi afkastamestu vísindamanna hérlendis og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín. Hann hefur samið og ritstýrt, ýmist einn eða með öðrum, alls 20 bókum á ensku, íslensku og sænsku, og er auk þess höfundur mikils fjölda vísindaritgerða um hagfræði, efnahagsmál og stefnumótun í innlendum og erlendum vísindatímaritum og fræðilegum bókaköflum. Þorvaldur hefur umfangsmikla reynslu af vísinda- og sérfræðistörfum innan og utan háskóla og hefur meðal annars verið ritstjóri fræðitímaritsins European Economic Review, aðstoðarritstjóri tímaritsins Macroeconomic Dynamics, og setið í ritstjórnum tímaritanna Scandinavian Journal of Economics, og Japan and the World Economy. Nordic Economic Policy Review er fræðitímarit gefið út af Norrænu ráðherranefndinni.

Tilgangur þess er að gera hagfræðirannsóknir aðgengilegar stjórnvöldum í tengslum við stefnumótun, jafnframt því að miðla norrænni þekkingu og reynslu af hagstjórn og efnahagsmálum til umheimsins. Áform í stýrihópi fræðitímaritsins, um að Þorvaldur tæki að sér ritstjórn þess, byggðu á mati á hinum mikla árangri hans í vísindastarfi, en vísindastarf Þorvalds fellur innan efnissviðs tímaritsins.

Andstaða og synjun íslenska fjármála- og efnahagsráðuneytisins á ráðningu Þorvalds, eftir að honum hafði verið boðið starfið, byggðist að sögn ráðuneytisins á því að hann væri of pólitískt virkur til að taka að sér ritstjórnina. Félag prófessora við ríkisháskóla mótmælir harðlega hinum pólitísku afskiptum íslenska fjármála- og efnahagsráðuneytisins af ráðningarmálum tímaritsins. Þessi afskipti skortir málefnalegan grundvöll og afhjúpa skilningleysi á vísindastarfsemi. Þau setja hið norræna tímarit niður og eru ráðuneytinu til álitshnekkis. Íslenskt samfélag þarf síst á því að halda að stjórnvöld leggi stein í götu vísindamanna sem falast er eftir til starfa í krafti þekkingar sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris