fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Sænska ríkisstjórnin óttast að norrænt samstarfi bíði skaða vegna einangrunar landsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. júní 2020 22:00

Fánar Norðurlandanna. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, óttast að heimsfaraldur kórónuveirunnar og sú einangrun sem hin Norðurlöndin hafa nánast sett Svíþjóð í muni skaða norrænt samstarf til framtíðar.

Dagens Nyheter hefur þetta eftir henni.

Danmörk, Noregur og Ísland hafa nú opnað landamæri sín fyrir ríkisborgurum hinna ríkjanna en Svíar fá ekki að koma til Noregs og Danmerkur. Norðmenn mega þó fara til sænsku eyjunnar Gotlands þar sem lítið er um smit. Ástæðan fyrir þessari útilokun Svía er að smithlutfallið þar í landi er enn mjög hátt sem og dánartalan. Norðmenn hafa einnig opnað fyrir heimsóknir Finna.

Linde sagði að ríkin mættu auðvitað taka þær ákvarðanir sem þau vildu til að vernda eigin ríkisborgara en staðreyndin væri að faraldurinn hefði verið miklu mildari hjá þeim en í Svíþjóð. Í Svíþjóð hafi faraldurinn þó verið mjög svæðisskiptur. Hún benti til dæmis á að á Skáni hefðu mun færri smitast og látist en í Kaupmannahöfn.

Hún sagði að reynt hefði verið að ná samkomulagi við nágrannaríkin um að opna fyrir samgang á milli ákveðinna svæða en án árangurs.

„Á sumum svæðum hafa löndin unnið saman síðan á sjötta áratugnum en skyndilega verður samkeppni og þungar tilfinningar vakna á milli fólks þar sem engin landamæri voru áður.“

Sagði hún og lýsti yfir áhyggjum af neikvæðum áhrifum á norrænt samstarf vegna þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann