CNN skýrir frá þessu. Það var seint í maí sem pólskir hermenn fóru yfir landamæri ríkjanna og settu upp vegatálma þar. Þeir byrjuðu síðan að vísa Tékkum, sem ætluðu í kirkju í eigin landi, á brott. Hermennirnir voru við gæslu á landamærum ríkjanna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Þegar tékknesk yfirvöld fréttu af þessu setti sendiráð Tékka í Varsjá sig strax í samband við pólsk yfirvöld.
„Pólsku nágrannar okkar fullvissuðu okkur um það óopinberlega að þetta hefði gerst vegna mistaka pólska hersins og að enginn fjandskapur hafi legið að baki. Við bíðum þó enn eftir formlegri skýringu.“
Hefur CNN eftir talsmanni tékkneska utanríkisráðuneytisins.
„Staðsetning landamæraeftirlitsins var tilkomin vegna misskilnings, ekki af ásettu ráði. Þetta var leiðrétt samstundis og málið leyst, einnig af hálfu Tékka.“
Sagði í yfirlýsingu frá pólska varnarmálaráðuneytinu til CNN.
„Innrásin“ átti sér stæð nærri Pielgrzymow, sem er lítið landamæraþorp í suðurhluta Póllands. Hinu megin við landamæri er strjálbýlt tékkneskt landsvæði. Fáfarinn vegur tengir löndin saman.