fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Klámstjarna, dáinn vísindamaður og vísindaskáldsöguhöfundur – Hvernig tengjast þau mikilvægri rannsókn?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júní 2020 05:45

Surgisphere stendur að baki rannsókninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámstjarna, dáinn vísindamaður og vísindaskáldsöguhöfundur. Þetta hljómar kannski eins og upphafið á lélegum brandara en svo er nú ekki. Þetta er upphafið á dularfullu og dagsönnu máli þar sem „kórónuveira“, „malaríulyf“ og „vafasöm gögn“ koma við sögu.

Þann 22. maí birti hið virta vísindarit The Lancet rannsókn þar sem fram kom að dánartíðnin væri hærri hjá kórónuveirusmituðum ef þeir fengu meðferð með malaríulyfinu hydroxyklorokin. Samkvæmt niðurstöður rannsóknarinnar jókst dánartíðnin um 45 prósent ef lyfið og sýklalyf voru notuð og líkurnar á gáttatifi um 400 prósent.

En nú er komið í ljós að gögnin sem rannsóknin er sögð byggjast á eru ansi vafasöm.

Þessi undarlega rannsókn var gerð af litlu fyrirtæki sem heitir Surgisphere en þar starfa 11 manns. Klámstjarna er markaðsstjóri þess og annar ritstjóri vísindarannsókna fyrirtækisins lést fyrir tveimur árum og hinn lifir af að skrifa vísindaskáldsögur.

Fyrirtækið segist hafa gögn 96.032 sjúklinga frá öllum heiminum sem hafi verið notuð í rannsókninni. Sjúklingarnir höfðu að sögn notað malaríulyfið eitt og sér eða með einhverjum sýklalyfjum.

Margir vísindamenn eru hins vegar mjög hissa á gögnunum og 180 skrifuðu opið bréf þar sem þeir gagnrýndu gögnin, sem innihéldu meðal annars ranga dánartölu, og spurðu hvernig svona lítið fyrirtæki gæti lokið svona stórri rannsókn á svo skömmum tíma.

Þetta varð til að fyrirtækið breytti millireikningum en lét niðurstöðuna standa óhaggaða. Malaríulyfið er hættulegt fyrir kórónuveirusmitaða.

Þann 5. júní dró The Lancet rannsóknina til baka.

En ekki nóg með að The Lancet hafi birt rannsóknina heldur gerði New England Journal of Medicin, sem er virtasta vísindarit heims, það einnig. Það er því ljóst að hjá báðum ritunum sváfu menn á verðinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann